Bjarnagreiði

Stefán Eiríks

Löggi vill stýra samgöngustofu. Sem er áreiðanlega bara fínt. Hann er eflaust vanur því úr sínu starfi að hjálpa gömlum konum yfir götur.

Ég hef hinsvegar efasemdir um hæfni hans til að  velja Seðlabankastjóra. En jú, Stebbi lögga er skipaður formaður nefndarinnar, án tilnefningar. Semsagt að geðþótta Bjarna Ben. Ég bjóst nú svosem ekki við neinni róttækni af hálfu fjármálaráðherra. Mér datt til dæmis ekki í hug að hann fengi eitthvert annars flokks fólk (en Sjálfstæðisflokksins) til þess að ákveða hver eigi að stjórna Seðlabankanum. En af hverju velur hann lögreglustjóra? Er Bjarni bara að útvega vini sínum smá verkefni? Er löggi líklegastur til þess að velja einhvern sem er Bjarna að skapi? Fær löggi verðlaun fyrir að velja rétt? Til dæmis djobbið hjá samgöngustofu? Eða er Bjarni bara eitthvað fúll út í Stebba löggu og vill koma honum í þá óþægilegu stöðu að þurfa að skálda upp rök fyrir því að hafna Má Guðmundssyni?

Share to Facebook