Víkingasushi

Í góðu veðri er gaman að skoða fallegar eyjar en ekki skemmdi það stemninguna að sjá skelfisk dreginn upp með plóg og fá meira að segja að smakka á góðgætinu.
17

Snapchat-5224439070164584734

Nú vantar ekkert nema hvítvínsglas, sagði pabbi og það varð að áhrínisorðum því nokkrum mínútum síðar var settur út plógur og skeljar og ígulker dregin um borð.

 

 

13487332_10208663031588697_1646899762_n

Við vorum að hugsa um að syngja „Hífop æpti kallinn“ fyrir útlendingana en vildum ekki skemmta ókeypis og vorum ekki viss um að framtakið yrði metið til fjár, svo við ákváðum að koma aftur næsta sumar og semja þá fyrirfram.

13487294_10208663031668699_1026772853_n

Sushi merkir að vísu „með hrísgrjónum“ og ég býst við að asíubúarnir um borð hefðu kannski ekki kallað þetta sushi en strákurinn á myndinni hér að ofan sagði okkur að á japönskum veitingastöðum kostaði eitt ígulker allt að 10.000 kall svo japanskir sælkerar telja sig sennilega gera kostakaup með svona ferð.

boggasnap9

Mynband 1
Myndband 2
Krabbagreyið

Snapchat-2746965943279931527

13511397_10208663031868704_1545148702_nPabbi bauð upp á hvítvín með kræsingunum

boggasnap10

Snapchat-7842700135208987848

Borghildur þurfti bara að gera sér upp ölvun því hún var Áttaviti ferðarinnar og ekki vildum við nú hafa hana fulla undir stýri. Eitt lítið hvítvínsglas í miðri siglingu skaðar nú samt ekkert.

Full á Breiðafirði
Full á Breiðafirði 2
Full á Breiðafirði 3

Snapchat-6681789965123995446

Svona get ég nú brosað breitt þegar ég er full með pabba úti á sjó

Snapchat-7498073655252914748

Og segja; vííííí!

Snapchat-8066627321523957675

Já, svona!

Hvítabjarnarey

Hér á hvítabjörn að hafa gengið á land og lagst í bás sunnan til á eynni. Tröllkona úr Helgafelli hafði eignað sér básinn og kastaði bjargi frá Þingvallaborg til að fæla björninn burt. Seinninn lenti milli bjargs-brúnanna fyrir ofan básinn og þar hangir hann enn.

Hér sést básinn og fyrir ofan hann bjargið sem tröllkonan kastaði. Smellið á myndina til að sjá hvaðan hún er tekin.

13515423_10208663026468569_1411269990_n

Ég held að þetta sé Hvítabjarnarey en ekki er ég viss. Stuðlabergið neðst er eins og hlaðin undirstaða.

Snapchat-2660493375189185849

13479892_10208663032428718_1524621253_n

Nú erum við farin að nálgast land. Þessi lundi stillti sér upp fyrir myndatöku

13492822_10208663032708725_571882313_n

Hér sést betur hvernig lundarnir skemmtu okkur

13492889_10208663041668949_248403956_n

 

 

 

13418683_10208609525531079_893690875488174629_n

Að skelfiskáti loknu var brunað í land en við vorum svo sniðug að koma okkur vel fyrir í skjóli svo við fundum ekkert fyrir vindi. Við báðum eitt farþega að taka mynd af okkur öllum saman. Hann tók vel í það og reyndist vera atvinnuljósmyndari, Tyrfingur Tryfingsson heitir hann, kallaður Tyffi. Sjá má fleiri myndir sem hann tók af okkur með því að smella á myndina hér að neðan.

mynd3

 

Deila

Share to Facebook