Uppruni Egils

Egill var kominn af hamhleypum. Að minnsta kosti er það sagt um Kveld-Úlf afa hans að hann hafi verið hamrammur. Á kvöldin varð hann svo geðillur að engu tauti var við hann komandi og hann á að hafa verið kvöldsvæfur, sem gæti bent til þess að á meðan líkami hans lá sofandi hafi hann sjálfur gengið um í úlfshami. Hamhleypuhugmyndin er náskyld sögum um varúlfa og orð eins óhemja, hamslaus, og hamfarir eru af sama orðstofni. Náttúruhamfarir verða þegar náttúran, sem annars getur verið svo blíð og góð, bregður sér í ham óargardýrs.

kveldulfur_100810

Frá vinstri: Þórólfur, Kveld-Úlfur, Skalla-Grímur.
Þeir eru nú á heldur borgaralegri klæðum en maður hefði búist við af víkingum.

 

Þórólfur og Grímur, synir Kveld-Úlfs lentu upp á kant við Harald lúfu, sem þá var að leggja Noreg undir sig og krafðist þess af smákóngum að þeir gengju sjálfviljugir í sína þjónustu. (Hann var kallaður lúfa, sem þýðir hárlubbi, af því að hann neitaði að skera hár sitt fyrr en hann hefði náð öllum Noregi á sitt vald. Þegar því var lokið fór hann í klippingu og var eftir það kallaður Haraldur hárfagri.) Það endaði með því að Haraldur lét drepa Þórólf. Hann bauð svo Grími að ganga í sína þjónustu og krefjast bóta fyrir bróðurmissinn en Grímur vildi ekki ganga að því. Haraldur móðgaðist þá ægilega.

kveld-ulf-arrives-in-iceland

Kveld-Úlfur kemur til Íslands

 

Þeir Kveld-Úlfur og synir hans höfðu oft rætt um að sigla til Íslands enda langaði þá ekkert að vera undir einveldi Haraldar og nú ákvað Grímur að láta verða af því enda ekki á góðu von eftir að hann hafði móðgað konung. Kveld-Úlfur syrgði Þórólf ákaflega, sagðist vera orðinn of gamall til að fara með en Grímur fékk Beru og sigldi til Íslands. Kveld-Úlfur fór reyndar á eftir honum en veiktist á leiðinni og lést áður en hann kom til Íslands.

Grímur varð sköllóttur ungur og fékk viðurnefnið Skalla-Grímur. Hann var smiður, smíðaði bæði úr tré og járni og var gríðarlega sterkur. Hann vantaði stein til að lú smíðajárnið á „svo hann kafaði niður á sjávarbotn og kom upp með stóran, sæbarinn stein, sem marga menn þurfti til að hefja“ segir í Egils sögu. Skallagrímur settist að á Borg á Mýrum og þar fæddist Egill. Bera móðir hans lét allt eftir honum en honum samdi illa við föður sinn.

Deila

Share to Facebook