Uppruni Egils

Egill var kominn af hamhleypum. Að minnsta kosti er það sagt um Kveld-Úlf afa hans að hann hafi verið hamrammur. Á kvöldin varð hann svo geðillur að engu tauti var við hann komandi og hann á að hafa verið kvöldsvæfur, sem gæti bent til þess að á meðan líkami hans lá sofandi hafi hann sjálfur gengið um í úlfshami. Halda áfram að lesa

Borgarnes

13515284_10208662996707825_176943795_n
Úr Reykjavík var haldið og Hulla sem spáði töluvert betra veðri en Veðurstofan, sat með sólgleraugu í bílnum þótt ekki sæi til sólar. En ef trúin getur flutt fjöll getur hún líka flutt skýin og þegar við nálguðumst Borgarnes var veðrið orðið eins og að sumri. Á þessum fallega stað rétt fyrir neðan Borgarnes lögðum við bílnum. Halda áfram að lesa