Snorralaug

Myndin er af Wikimedia Commons

Heiti potturinn hans Snorra er rétt hjá Snorrastofu. Eftirfarandi umfjöllum er tekin beint héðan en stytt lítillega:

Snorralaug var ein af hinum 10 fyrstu friðlýstu fornminjunum á Íslandi. Hún er ein af þrettán laugum sem vitað er um að notaðar hafi verið til forna, og ein af fjórum sem enn eru nothæf.

 

Var vatni veitt í Snorralaug úr Skriflu eftir um 120 m löngum neðanjarðarstokki og er baðlauga í Reykholti oft getið í gömlum heimildum. Snorralaug er með elstu mannvirkjum sem varðveist hafa hér á landi. Frá lauginn lágu jarðgöng til bæjarhúsa Snorra og hafa þau verið grafinn upp að hluta.

 

Laugin er u.þ.b. 4 metrar í þvermál: og þar sem botn laugarinnar er ójafn er hún misdjúp, en dýptin er breytileg á milli 0.70 til 1 metra djúp. Þrep liggja niður í laugina, og er hlaðin úr tilhöggnu hveragrjót. Fyrir tilstilli fornleifauppgraftar hefur það verið leitt í ljós að tvær rennur veittu heitu vatni í laugina úr hverinum Skriflu sem hefur nú verið eyðilögð.

 

Á barmi aðrennslisins má sjá fangamerkið V.Th. 1858. á steini og er það fangamark Sr. Vernharðs Þorkelssonar sem lét gera við laugina það ár.

Snorralaug er friðlýst og við rétt náðum að stoppa Borghildi áður en hún reif sig úr og skellti sér í pottinn.

13479504_10208663010428168_726944381_nHverasvæðið í nágrenni Snorralaugar. Pabbi minn vísindamaðurinn þurfi auðvitað að stinga fingri ofan í vatnið til að gá hvort gufan væri ekta.  Hann brenndist sem betur fer ekki alvarlega.

Snapchat-7510329001150997600

Snapchat-5756549938982463821

13521693_10208663010468169_688519781_n

Snapchat-3467605372006001555Hulla hin föla myndar þörungagróður í nágrenni Skriflu

13510691_10208663078349866_581382575_n

Deila

Share to Facebook