Reykholtshringurinn

Frá Reykholti héldum við að Hraunfossum og Barnafossi. Pabbi hafði auðvitað komið þangað áður en hvaða máli skiptir það í góðu veðri?

Hraunfossar Snapchat-3885231710786332601

20160613_181741

13480350_10208663013428243_513224814_n

13487710_10208663013268239_1565719137_n

Við systur þekkjum ekki mörg örnefni en búum bara til ný eftir þörfum. Hér sitjum við undir Systrahlíð og syngjum „Við erum tvær úr Tungunum“.

13515352_10208663014108260_800253695_n

13511549_10208663013508245_934241809_nOg hér stendur pabbi á Pabbakletti, sem svo er nefndur eftir að hann kleif þetta bjarg.

13

Snapchat-7631877910397955697

Snapchat-5510569261530753277

 

BarnafossSnapchat-7215797323920147111Á þessari mynd sést glögglega hvers vegna áin heitir Hvítá. Þarna má sjá mjóa, náttúrulega steinbrú. Sagan segir að annar steinbogi af náttúrunnar hendi hafi áður fyrr verið ofar og þjónað sem brú yfir Hvítá. Á jólum, einhvertíma á fyrri öldum, hélt heimilisfólk í Hraunsási til kirkju á Gilsbakka í Hvítársíðu, sem er bær hinum megin við fossinn. Tveir litlilr drengir voru skildir eftir á Hraunsási. Þeim leiddist og veittu heimilisfólkinu eftirför. Er þeir komu á steinbogann litu þeir niður, misstu jafnvægið og féllu í ána. Eftir það lét húsfreyjan að Hraunsási höggva bogann niður.

 

Deildartunguhver13487398_10208663020708425_686461564_nDeildartunguhver er vatnsmesti hver í heimi. Hér undir hlýtur eldhús Kölska sjálfs að vera staðsett.

13521220_10208663020468419_855261271_nÞað skemmir stemninguma töluvert hvað yfirvaldið er ákveðið í að vara fólk við mjög svo augljósri hættu.

13480253_10208663023428493_473360648_n

13480446_10208663021348441_1077989018_n

13487885_10208663021188437_382713057_n

13487791_10208663023468494_51060630_nMaður heyrir hvæsið í púkunum ef maður leggur við hlustir

13510532_10208663078909880_890841386_n
Ótrúlegt að nokkur gróður skuli þrífast á svona stað

13521805_10208663023588497_417652360_n

Hér er myndband


Kleppjárnsreykir
Deildartunguhver er í næsta nágrenni við Kleppjárnsreyki þar sem fyrsta lögreglukonan á landinu, Jóhanna Knudsen, lét vista stúlkur sem höfðu unnið sér það eitt til saka að umgangast hermenn. Þær voru sviptar sjálfræði sínu, sumar þeirra voru undir lögaldri og voru þá teknar frá foreldrum sínum. Þetta „úrræði“ var hugsað sem þesstíma afmellunarmeðferð og fól í sér margháttuð mannréttindabrot sem yfirvöld stóðu fyrir og létu viðgangast.

Mynd_1508574

Og auðvitað urðum við að hlusta á þetta lag:

Það mest fyrir augun í bæ þessum ber
að bærinn er fullur af útlendum her.
Þeir spásséra og staldra um stræti og torg
og stúlkurnar dufla við þá inn á Borg.
Og spyrji ég stúlku Hví sé hún svo sæl?
Þá svarar hún manni um hæl:

Það er draumur að vera með dáta
og dansa fram á nótt.
Og finna hve ljúft þeir láta,
þá líður stundin fljótt.
Og lífið það verður svo létt.
Þegar leiðumst við dálítið þétt.
Það er draumur að vera með dáta
og dansa fram á nótt.

Í Kvennó er yndislegt ungmeyjarskart.
Og ótalmörg hjörtu sem fengu þar start.
En nú er þeim bannað að notast við það,
sem náttúran gaf þeim og kom þeim af stað.
Þótt þær megi hermenn ei heyra né sjá,
samt hvíslar hún Ingibjörg H:

Það er draumur að vera með dáta
og dansa fram á nótt.
Og finna hve ljúft þeir láta,
þá líður stundin fljótt.
Og þá verður hugurinn hlýr.
Þegar hvísla þeir; „darling oh dear.“
Það er draumur að vera með dáta
og dansa fram á nótt.

Á æskulýðsfundi var æsingin nóg.
Nú átti að sýna hvað í þjóðinni bjó.
Þeir héldu þar ræður um ættjarðarást.
Og bannfærðu þær sem með Bretunum sjást.
Já áhuginn hann var hjá strákunum stór,
en stelpurnar rauluðu í kór:

Það er draumur að vera með dáta
og dansa fram á nótt.
Og finna hve ljúft þeir láta,
þá líður stundin fljótt.
Að kela og kyssast alein.
Og hvísla svo; „do it again“.
Það er draumur að vera með dáta
og dansa fram á nótt.

 

Deila

Share to Facebook