Meira frá Reykholti

Höskuldargerði13428484_10201775383861681_8228884539150241316_n

Rétt hjá Snorrastofu er Höskuldargerði. Það er hrossarétt sem var reist til heiðurs einhverjum hestamanni sem hét Höskuldur frá Hofi og tengist Sturlungum varla neitt, a.m.k. ekki Sturlungasögu.
13450163_10201775385341718_2353560162275352126_nSagt er að Höskuldur hafi haft allt á hornum sér – eða allavega má ljúga því að ferðamönnum ef maður veit ekkert um nefndan Höskuld.

13406840_10201775384741703_8289004838983131100_n Hér mun hafa verið hásæti Höskuldar – eða ekki.

Snapchat-7664300943267706535

 

Gamla kirkjan13521742_10208663009828153_1347126102_n

Við skoðuðum líka gömlu kirkjuna. Hulla kom ekki turninum fyrir á myndinni svo hún tók bara aðra af honum. Lesendur geta dundað sér við að fótósjoppa þær saman.

13510668_10208663009908155_748147699_n

13492958_10208663008308115_2093995834_n

Hulla hefur greinilega haldið símanum í sömu stellingu á leið inn í kirkjuna því þessi mynd er nánst jafn skökk og myndin af turninum sem er aftur álíka skökk og myndin af kirkjunni. Mjög sérstakur og persónulegur ljósmyndastíll.

13521089_10208663009428143_292422754_n

13514375_10208663009708150_1125068231_nÞarna er pabbi að spila fyrir okkur á kirkjuorgelið og við Borghildur að syngja og leika með. Lagið er Ó, hókí, hókí-pókí og þarna er Borghildur að „setja tunguna út“ en ég ruglaðist í taktinum (eins og svo oft áður) og er því aðeins á eftir og ennþá að gera hókí-pókí.

13492833_10208663009668149_1143138814_n

boggasnap4Hulla var gripin trúarlegri innlifun. Hún ætlar að fara til Filipseyja og láta krossfesta sig um næstu páska.

13511500_10208663008348116_1254010159_n

Ég hélt langa og vel heppnaða hugvekju um mikilvægi ypsilonins áður en við kvöddum en það gleymdist að taka mynd af mér að predika.

13450758_10201775386461746_8923801040840223513_n

Í Reykholti gengum við fram á þessa glæsilegu stóla og máttum til að máta þá. Eigandinn kom út og gaf góðfúslegt leyfi til að taka myndir. Ekki nóg með það heldur bauð hann okkur líka að koma inn fyrir og líta á borð sem fylgir þeim. Heimilið er fullt af listaverkum og upplifun út af fyrir sig að fá að sjá það. Þetta glæsilega sett er til sölu og fæst fyrir gott verð. Ekki man ég nöfn heimilisfólksins en áhugasamir geta eflaust grafið þau upp.

boggasnap2

Við lukum svo heimsókninni í Reykholt á að fá okkur kaffi og borða meira nesti í brekku hjá Snorrastofu. Pabbi sagðist ekki geta drukkið bjór ofan í kaffi en við komum nú einum litlum ofan í hann samt með smá eftirgangsmunum. Borghildur fékk engan bjór, hún drekkur aldrei annað áfengi en landa undir stýri.

Deila

Share to Facebook