Hítardalur

Snapchat-5258889913083850121

Á miðvikudeginum tókum við morguninn rólega, gengum frá bústaðnum og fórum svo að Hítarvatni. Hægt er að komast tvær leiðir að Hítarvatni og liggur önnur þeirra yfir Hítardalsheiði. Mér leist illa á þegar við komum að straumharðri á og vildi helst snúa við. Við tókum ekki mynd en þessi hálendisá náði bílnum a.m.k. upp á miðjar felgur. Systir mín Áttavitinn sem hefur alltaf verið frekar mikið fyrir áhættusport, ók hinsvegar ótrauð yfir hvert stórfljótið á fætur öðru og það kom í ljós að við vorum á réttri leið.

13480373_10208663070949681_605656688_n

Ég held að þarna séum við komin á þennan hræðilega jeppaveg sem er sundurgrafinn af ám.

13515247_10208663071549696_1678843443_n

Hér hefur einhvern ættingja Hítar dagað uppi og hraun er nú runnið yfir allt nema hausinn á greyinu.

13487355_10208663071269689_788471346_n

Systir mín Áttavitinn skimar yfir. Það var ekki eins hlýtt og hina dagana því golan kældi en samt alveg nógu gott veður til að vera dálítið úti. Þarna er dimmt yfir en Hulla hamaðist við að reka skýin burt.

Snapchat-2699870519534315437

Og gekk það bara vonum framar

Hundahellir
Hítardalur og Hítarvatn draga nöfn sín af tröllkonunni Hít sem bjó í Hítarhelli eða Hundahelli eins og hann er oft kallaður. Hít var góð vinkona Bárðar Snæfellsáss og sagt er að frá helli hennar í Hítardal hafi legið göng alla leið yfir í Snæfellsjökul, sem þau tröllin notuðu þegar þau heimsóttu hvort annað. Inngangurinn í Hítarhelli er nú siginn saman og ekki hægt að komast þangað inn. Ekki fann ég neina mynd á netinu eða upplýsingar um það hvernig hægt er að komast að Hundahelli svo sennilega er það annaðhvort ekki vitað eða lítið merkilegt að sjá nema hvorttveggja sé. Það gæti þó verið áhugavert að líta þangað inn, því sagt er að í gólfi hans sé gullsandur.

Nafnið Hundahellir á sér sögu sem kemur fyrir í Bárðar sögu Snæfellsáss. Þannig var að Hít bauð öllum tröllum og fólki af ættum trölla í nágrenninu til jólaveislu, þ.á.m. Jóru úr Jórukleif, og Kolbirni þurs úr Breiðadal, Bárði Snæfellsáss, börnum hans o.fl.

Eftir að gestir höfðu etið nægju sína og drukkið all ótæpilega var farið í leiki og mátt Bárður ráða leik því hann var elstur. Hann vildi fara í hráskinnaleik, sem fólst í því að menn toguðust á um blautt skinn. Bárður reyndist auðvitað sterkastur, enda frásögnin í sögunni af honum. Eftir það var farið í nýrri gerð af skinnaleik, hornaskinnleik sem líkist helst hafnarbolta. Blautu skinni er vöðlað saman og því kastað á milli leikmanna líkt og bolta. Fjórir menn henda skinnbögglinum á milli sín en sá fimmti er hafnarmaður og reynir að ná boltanum af þeim. Kolbjörn var hafnarmaður en Gestur sonur Bárðar sat á rúmi og var ekki með í leiknum. Þegar Kolbjörn hleypur fram hjá rúminu, brá Gestur fyrir hann fæti svo hann stakkst á hausinn og nefbrotnaði.  Kolbeinn ætlaði að gera út um málin að hætti trölla en Bárður skarst þá í leikinn og lét Kolbein vita að hann myndi ekki líða neinn dólgshátt í híbýlum Hítar, vinkonu sinnar.

Að skilnaði gaf Hít Gesti hundinn Snata sem var sérlega ratvís og að sögn Hítar, betri til vígs en fjórir karlar. Snati átti eftir að reynast Gesti vel þegar Kolbeinn ætlaði að hefna sín síðar.

 

13432317_10201775424422695_8900282712021402449_n

13432317_10201775424422695_8900282712021402449_n Þessa ofurkrúttlegu virkjun fundum við í Hítará. Hún er ekki frænka Kárahnjúkavirkjunar.

Snapchat-6903736785998623040

13480208_10208663073589747_1206669000_n

 

13487283_10208663071789702_285578147_n

Bárður og Hít

boggasnap7Á leiðinni sáum við þessa hraundranga sem ég hafði áður séð á mynd en átti ekki von á að sjá á þessari leið. Sagan segir að Bárður og Hít hafi orðið samferða heim úr svallveislu með tröllum en orðið heldur sein og dagað uppi í hrauninu í Hítardal á leið heim í Hundahelli.

20160615_113132

20160615_113136

boggasnap3

Snapchat-2473277167439841961

Hér er Pabbaklettur í Hítardal

 

Fagraskógarfjall
Í Hítardal eru söguslóðir Bjarnar Hítdælakappa en það er skelfing vond Íslendingasaga og ekki margt í henni sem varpar ljósi á landslagið. Björn kemur þó einnig fyrir í Grettis sögu en hann ráðlagði Gretti að leynast í Fagraskógarfjalli í Hítardal því þaðan sést vítt yfir en erfitt er að komast þar upp. Ekki gerðum við tilraun til að klifra þangað upp og finna Grettisbæli, þetta er alveg ágætt í fjarlægð.

13487809_10208663071629698_1861437922_n

Fargaskógarfjall er reyndar fallegra frá öðru sjónarhorni

Snapchat-8998820499411751701

Snapchat-7904203153798256496

 

13487599_10208663071029683_900621846_n13487920_10208663071709700_339535693_n

13510474_10208663073869754_1394151578_n

Það var enginn vindur í þessari holu

13511497_10208663073949756_147317432_n

 

Deila

Share to Facebook