Berserkjahraun

Hittum Hebbu

13499394_10208667149971654_703033174_oSvo skemmtilega vill til að Hildibrandur í Bjarnarhöfn er tengdafaðir Hebbu, æskuvinkonu Borghildar. Hún var heimagangur heima hjá pabba á Hringbrautinni en býr nú í Bjarnarhöfn og að sjálfsögðu bönkuðum við upp á, rétt svona til að heilsa henni.

Hebba reyndist þekkja Berserkjahraun út og inn og það varð úr að hún fór þangað með okkur og veitti okkur leiðsögn um hraunið. Ekki nóg með það heldur reyndist pabbi ekki hafa skoðað þessa staði í hrauninu áður svo þarna vottaði fyrir óvissuferð 🙂

Berserkjahraun

Berserkir voru þeir menn kallaðir sem virtust hafa yfirnáttúrulega krafta. Heitið merkir í raun bjarnarhamur og vísar til þjóðsagna um hamhleypur á borð við Kveld-Úlf, þ.e.a.s. menn sem höfðu einhverskonar dýrslega eiginleika svo því var líkast sem þeir brygðu sér í ham villidýrs. „Að ganga berserksgang“ er því nortað um það þegar menn virðast ekki hafa neina stjórn á skapsmunum sínum, líkast því sem þeir séu undir álögum. Talið er að berserkjasveppir valdi því að slíkt æði renni á menn og hugsanlegt er að víkingar hafi einmitt notað berserkjasveppi til að efla sig í bardögum en einnig gæti verið að sveppirnir séu nefndir eftir þrælum sem hafa hreinlega verið þjálfaðir sem berserkir.

13592683_10201859518444993_7612150270754710736_n

 

Við tókum því miður engar myndir í Berserkjahrauni en síðar kom í ljós að pabbi hafði tekið mynd þar í fyrri ferð sinni á Snæfellsnes. Hér er Berserkur í Berserkjahrauni.

Sagan af Berserkjahrauni
Heiðavígasaga og reyndar líka Eyrbyggja saga segja svo frá að Vermundur, sem var einn landnámsmanna, hafi verið með Hákoni jarli Sigurðarsyni í Noregi. Þegar Vermundur hélt til Íslands bauð Hákon honum að velja sér gjöf og Vermundur valdi berserki hans tvo, Halla og Leikni. Þeir voru ófúsir að fara til Íslands og voru Vermundi svo erfiðir að hann réði ekkert við þá og ákvað að gefa Víga-Styr bróður sínum þá en Styr bjó þá að Hrauni undir Bjarnarhöfn.

Leiknir vildi giftast dóttur Víga-Styrs og hann aulaðist til að samþykkja það með því skilyrði að þeir berserkir ryddu veg í gegnum hraunið til Bjarnarhafnar, ásamt því að reisa hagagarð og byrgi. Rann þá berserksgangur á þá Leikni og Halla og þeir ruddu hraunið á einni nóttu.

Ekki vildi Víga-Styr standa við orð sín og voru berserkirnir vegnir. Til þess að koma í veg fyrir að þeir gengju aftur voru þeir dysjaðir í hrauninu þar sem það liggur svo djúpt að þaðan sér ekki til fjalla.

Gatan sem berserkirnir ruddu, veggurinn og dysin sjást enn en ekki eru menn á eitt sáttir um það hvar byrgið eigi að hafa verið.

W1siZiIsInVwbG9hZHMvcGxhY2VfaW1hZ2VzLzg1MWViMzIwYzg4ZWJiZmRlN19BTy1CZXJzZXJrZXJzUm9hZC5qcGciXSxbInAiLCJ0aHVtYiIsIngzOTBcdTAwM2UiXSxbInAiLCJjb252ZXJ0IiwiLXF1YWxpdHkgOTEgLWF1dG8tb3JpZW50Il1dÞessa mynd fann ég á netinu og hún sýnir götuna sem þeir Halli og Leiknir ruddu. Smellið á tengilinn til að sjá hvar ég tók hana.

a13f53df-b5e0-46a1-9892-9903d6601c16

Hér eru Borghildur og Hebba líklega 14 ára eða þar um bil en mér finnst Hebba ekki sérlega lík sjáfri sér á þessari mynd.

13645103_10201859518004982_5159289208324609629_n

Svona lítur Hebba svo út í dag. Ragna var ekki með okkur í ferðinni en pabbi tók þessa mynd þegar þau Ragna heimsóttu Bjarnarhöfn.

Deila

Share to Facebook