Akranes

13515287_10208663074029758_281156297_nÞegar við komum að Grímsstöðum á mánudagskvöld, uppgötvaði ég að ég hafði týnt símanum mínum. Sem betur fer var þetta ekki óbætanlegur snjallsími heldur gamli nokiasíminn sem ég fékk þegar Hulla yngdi upp. Ég reiknaði ekki með að finna hann aftur en við stoppuðum við Borgarnes þar sem við höfðum borðað nesti á mánudeginum því þar mundi ég síðast eftir honum. Og haldiði að hann hafi ekki bara legið þar í grasinu. Sem betur fer hafði ekkert rignt og síminn er í fínu lagi.

Akranes

Það var fallegt veður þennan dag en dálítil gola, ekkert til að kvarta yfir en við þurftum yfirhafnir. Við komum við á Akranesi og það reyndist nógu áhugavert til þess að við stoppuðum þar lengur en ég hafði reiknað með þrátt fyrir að ekki væri sólbaðsveður og náttúrufegurðin ekkert eins og í Borgarnesi.

13434890_10201775442063136_6126998623605160540_nÞessi gamli bátur heitir Höfrungur og stendur við slippinn á Akranesi

13510616_10208663074589772_742183213_n

4

6

 

13487432_10208663007988107_876165687_n

9

10

11

Snapchat-2811256319408188494

13450055_10201775446063236_6672147655016612254_n

13515195_10208663079069884_671187464_n

13510691_10208663078349866_581382575_n

13487730_10208663074429768_294883218_n

13521065_10208663074549771_1798820291_n

Við skoðuðum styttuna af sjómanninum. Ég held því fram að hún sýni einn þeirra sem dóu ekki á kútter Haraldi. Hvað ætli hafi annars orðið af honum? Við skoðuðum ekki kútter Sigurfara, hann er víst í skralli og bannað að fara um borð í hann en hér er allavega lagið um hann og textinn.

Þótt ég sestur nú, sé í helgan stein
og minn stakk ég hafi hengt á snaga,
ennþá man ég glöggt, árin sem ég var
á kútter Sigurfara, forðum daga.

Úrvals kappasveit á því skipi var
karlar þessir kunnu fisk að draga.
Enginn skóli bauðst ungum manni betri en
kútter Sigurfari, forðum daga.

Þessi kappasveit, þetta frækna lið
kunni líka voðum vel að haga.
Sigldi skipa hæst, silgdi skipa glæstast
kútter Sigurfari, forðum daga.

Lagst var miðin á landið allt um king
undir Jökli, útaf Gerpi og Skaga.
Oft þá dreginn var afli býsna vænn
á kútter Sigurfara forðum daga.

Gegnum veðrafár, gegnum manndrápssjó
alltaf slapp hann, það var segin saga.
Ekkert vissu menn annað eins happaskip
og kútter Sigurfara, forðum daga.

Dátt var hlegið oft, dátt var sungið oft,
mörg var líka kveðin kátleg baga,
þegar haldið var heim úr góðri ferð
á kútter Sigurfara forðum daga.

Þótt ég sestur nú sé í helgan stein
og minn stakk ég hafi hengt á snaga,
ennþá man ég glöggt árin sem ég var
á kútter Sigurfara forðum daga.

Snapchat-4602626996006653999

13480414_10208663081989957_1704556987_n

 

boggasnap8

 

13487670_10208663081909955_530224057_n

13487678_10208663081829953_241128258_n

Ég hafði vonað að hægt væri að fara upp í gamla vitann og horfa yfir en þegar til kom var ekki aðeins hægt að fara upp heldur voru einnig nokkrar myndlistasýningar í gangi og lítil stelpa að spila á þverflautu.

Hér er flautuleikarinn

Snapchat-7298013206949053039

Hér má sjá útsýnið úr vitanum

hulla sleikir sól

Hulla sleikir sólÉg held að Hulla sé að reyna að sleikja sólina

13442201_10201775443903182_4351310723936403626_n

Áttavitinn, Veðurguðinn og Sagnaþulurinn sitja í skjóli við gamla vitann á Akranesi. Þetta skot heitir hér eftir Hulluskjól enda galdraðri Hulla gott veður á þennan blett.

13487795_10208663082269964_1753907329_n

 

Þessi skemmtilegu smátröll hittum við fyrir utan vitann. Líklega búa þau þar.

13521606_10208663080149911_1256617039_n

13480423_10208663080069909_1959080500_n

Borghildur ætlaði að ná mynd af vitanum öllum og lagðist því niður

Snapchat-4710189436196533197

Og tókst bara ágætlega upp

 

13487806_10208663082189962_31598565_n

    Fjölmenningin blómstrar við Gamla vitann

 

borghildur á kaffihúsiUm kaffileytið bauð pabbi upp á kaffi og köku á einkar heimilislegu kaffihúsi þar sem við sátum í sófa frá 8. áratugnum og fengum kaffið okkar úr bollum frá þeim tíma líka. Það þótti okkur einkar viðeigandi í svona fjölskylduferð. Fengum þessar líka fínu terur og Hulla fékk kleinu til viðbótar því hún er að stækka.

Borghildur undi sér svo dálitla stund í barnahorninu þar sem hún fann þessa bráðskemmtilegu rólu.

Hér má sjá meira af Borghildi á kaffihúsi.

 

13480036_10208663082349966_911493052_n

Pabbi gæðir sér á rauðri flauelsköku

Hér er hægt að sjá meira um það hvað þetta var rosalega góður drekkutími

13510474_10208663082229963_321132878_n

13480421_10208663078149861_1941538889_n13487288_10208663082429968_1838015179_n

Hulla var búin að lýsa Akranesi eins og baðströnd. Hvítur sandur og sturta fyrir þá sem vilja synda í sjónum. Ég taldi víst að hún hefði ruglast í hitabeltum en það eru reyndar salerni og sturta þarna. Ætli Skagamenn séu komnir af selum?

Snapchat-2496417041372658700

 

13442371_10201775389301817_6916099157222500319_n

Hvaðan skyldi Hulla hafa þessan hörundslit?

13514521_10208663078589872_2114385395_n

Deila

Share to Facebook