Að Grímsstöðum á Mýrum

Dagurinn leið hratt og við vorum ekki komin að Grímsstöðum fyrr en rétt fyrir kl 8 um kvöldið. (Við komum við í Borgarnesi og keyptum ísmola o.fl. og hittum þar hana Eygljó frænku okkar en tókum því miður engan mynd.) Grímsstaðir eru sumarbústaðarland í Mýrarsýslu, nálægt Hítardal og þar eiga afi og amma Birgittu bústað. Þau voru svo yndisleg að lána okkur hann þótt við þekkjum þau ekki neitt og höfum ekki einu sinni hitt þau.13514357_10208663023828503_582271736_nÁ leiðinni frá Reykholti dimmdi aðeins yfir en systir mín veðurguðinn tók hlutverk sitt alvarlega og þegar við komum að bústaðnum var hann baðaður sól.

13428590_10201775388381794_8371101073583387207_n

Við rétt náðum að skála á pallinum áður en sólin hvarf á bak við Grímsstaðamúla. Borghildur sést þarna fyrir innan, áreiðanlega að fara út með dykkina.

13445672_10201775387341768_7715637301256230510_n (1)Bústaðnum fylgir frábært gasgrill og við grilluðum fullkomnar lambalundir. Þ.e.a.s ég byrjaði á því en pabbi tók við þótt hefði nú reyndar ekki verið ætlunin að hafa hann í húsverkunum. Mér tókst reyndar að brenna kartöflurnar en þegar til kom reyndust þær fullkomnar líka.

13510579_10208663025588547_36116624_nÞetta er Grímsstaðamúli. Við klifruðum ekki upp á hann en gerum það bara næst.

Af pallinum horfum við yfir Grenjadal en að Grenjum bjó galdramaðurinn Grenjadals-Tobbi sem líflátinn var á Þingvöllum 1677. Hann hafði unnið sér það til saka að eiga þrjár galdraskræður og skinnbleðil með galdrastöfum. Allt reyndust þetta vera verndargaldrar og á skinnbleðlilinn hafði hann párað stafi sem áttu að gera búfénað gæfari og þjófastaf, sem var ætlaður til að varna þjófnaði og koma upp um þjófa. Engu að síður var ofstækið á þessum tíma svo svaðalegt að menn voru hættir að gera greinarmun á fjölkynngi (hvíta galdri) og fordæðuskap (svarta galdri).  Mig minnti að Tobbi hefði verið sá síðasti sem brenndur var en það var ekki rétt munað, nokkrir voru brenndir eftir hans dag.

Hinum megin við fjallið er svo Hítardalur en þar bjó tröllskessan Hít. Björn Hítdælakappi, einn af afkomendum Egils Skallagírmssonar settist að í Hítardal.

boggasnap6

Deila

Share to Facebook