Leyfið börnunum að koma til Sjálfstæðisflokksins

Alveg rétt hjá Einari. Það væri fáránlegt að banna börnum að koma inn í kirkjur. Það væri líka fáránlegt að banna þeim a…

Posted by Eva Hauksdottir on 27. desember 2016

Undarleg skólastefna

Jón Gnarr vill að bólusetningar verði forsenda fyrir skólavist.

Það er nú reyndar skólaskylda á Íslandi svo ef Gnarrinn á líka við grunnskólana þá þyrftu sveitarfélögin líklega að bjóða upp á sérskóla fyrir óbólusett börn. Það væri nú áhugavert að heyra álit MDE á þeirri hugmynd að synja börnum um skólavist eða reka annarskonar aðskilnaðarstefnu. Nei ég er ekki að mæla því bót að foreldarar láti ekki bólusetja börn en Jón þarf að hugsa þetta betur.

Í ólestri

Aðalnámskrá grunnskólanna er full af frösum um lýðræði, sjálfbærni, jafnrétti og fleiri gildi sem er ekki hægt að kenna nema með því að lifa eftir þeim. Þar er hinsvegar sáralítil áhersla á lestur.

Kennarar mótmæla því að áherslan á lestur sé lítil enda sé hún grunnþáttur menntunar skv aðalnámskrá. Ojæja. Einn af sex „grunnþáttum“ og sá eini sem er hægt að mæla. Ég held reyndar að lestrarkunnátta sé nauðsynleg – ennþá – en hvaða Guð ákvað að 300 orð á mínútu væri hæfilegt?

Ef sá hinn sami getur gert okkur öll sjálfbær og heilbrigð og lýðræðiseitthvað og allt það, þá skal ég trúa því að hann geti lika gert okkur hraðlæs og hamingjusöm. En á meðan ekkert bendir til þess að skólarnir skili af sér fólki sem er skrár innrætt en fyrri kynslóðir, þá gef ég ekkert fyrir svona markmiðaræpu, hvort heldur markmiðin varða lestur eða göfgi mannsandans.

Einar vill breyta

Ef HÍ ætlar í alvöru að komast í hóp bestu háskóla heims þá þarf einhverju að breyta.

Posted by Eva Hauksdottir on 11. febrúar 2015

Aðeins um námsmat

Þarf nokkuð að minnka kröfurnar? Börn koma ekki verr menntuð úr grunnskólum eftir að flengingar voru aflagðar. Ef stór…

Posted by Eva Hauksdottir on 28. desember 2014