Bandarísk stjórnvöld skella skuldinni á þolendur

Segir Palestínu hafna friðarumleitunum

Þessir níðingar hafa hrakið milljónir manns á flótta og haldið öðrum milljónum í heljargreipum í nærfellt 70 ár. Þeir byggja heilu þorpin inni á land Palestínu í trássi við alþjóðalög, hrekja fólk út af heimilum sínum og yfirtaka íbúðarhúsnæði og fyrirtæki. hindra ferðir fólks daglega, hindra aðgang að vatni, lyfjum og öðrum nauðsynjum, reisa kolólöglegan aðskilnaðarmúr, fremja handahófskenndar húsleitir, handtaka fólk að geðþótta hermanna og halda fólki í fangelsi árum saman án þess að upplýsa það um sakarefnið, pynta fanga, halda hlífiskildi yfir landræningjum sem fremja glæpi gagnvart Palestínumönnum, brjóta gagnvart hverju einasta ákvæði mannréttindasáttmála sem þeir hafa sjálfir samþykkt. Saka svo Palestínumenn um skort á sáttavilja þegar þeir kyngja því ekki bara að þeir sölsi alla Jerúsalem undir sig líka. Hvað kallar maður valdhafa sem eru sannfærðir um að þeir hafi umboð frá almættinu til að hegða sér svona? Og hvað kallar maður Bandaríkjamenn sem styðja þá í þessu öllu og taka heilshugar undir þá skoðun að Palestínumenn eigi bara kyngja þessu?

Fangafrelsun en samt áframhaldandi landrán

Þeir réttlæta eitt mannréttindabrot með því að láta af öðru. Það er út þessu sem er engin leið til að koma á friði á svæðinu nema sú að leggja Ísraelsríki niður.

Posted by Eva Hauksdottir on 26. desember 2013

Ísrael sniðgengur mannréttindaráðið

Ég sé enga von til þess að verði nokkurntíma hægt að fá stjórnvöld í Ísrael til að virða mannréttindi. Ég held að eina leiðin til að koma á friði í Palestínu sé sú að leysa Ísraelsríki upp.

Posted by Eva Hauksdottir on 29. janúar 2013

Palestínumenn ættu að hætta hryðjuverkum og mótmæla friðsamlega

Þeir gætu t.d. haldið útifund. Einhver gæti haldið ræðu og fólk gæti verið með skilti sem á stæði ‘við mótmælum hernáminu’ og ‘ekki drepa fleira fólk’. Svo gætu allir starað þegjandi á samkunduhúsið. Já og þeir gætu líka bloggað. Af því penninn er sterkari en sverðið.

mbl.is Hvítskúrað stjórnarráð

Hvað tefur eiginlega …

… Íslendinga í því að viðurkenna Palestínuríki? Erum við kannski að bíða eftir leyfi frá þeim sem útvega Ísraelsmönnum gereyðingarvopn og styðja þá í því að fremja þjóðarmorð?

Það er auðvitað löngu ljóst að meirihluta þjóðarinnar er slétt sama þótt fólk úti í heimi sé hermumið, rænt, hrakið frá heimilum sínum, kúgað, svívirt og myrt án dóms og laga, svo það ætti kannski ekki að koma mér á óvart þótt fáir styðji þessa fangaþjóð í örvæntingarfullri viðleitni sinni til að fá tilverurétt sinn viðurkenndan.