Mótmælin við Landspítalann

Jafnvel þótt Landspítalinn hefði vald til þess að banna bænahald á lóðinni er þetta arfavond hugmynd. Á að banna allt bænahald eða á stjórn Landspítalans að taka geðþóttaákvörðun um það hvaða óskir til almættisins menn megi bera fram á lóð og í húsakynnum spítalans?

Ég efast um að Landspítalinn hafi nokkurt vald til þess að banna þetta en skulum bara ganga út frá því að þeir geti það og að tekin verði upp reglan „bannað er að biðja fyrir sálum látinna fóstra á yfirráðasvæði Landspítalans“. Sú regla nær þá einnig til fyrirbæna fyrir þeim fóstrum sem konur missa án þess að kæra sig um það – og syrgja mjög. Annað væri brot gegn jafnræðisreglu. Kannski við eigum eftir að sjá málaferli fólks sem er meinað að biðja fyrir látnu barni sínu.

Sumir halda því fram að það sé rangt að tala um bænahald sem mótmæli. Ég er því ósammála. Það er ekkert fáránlegra að kalla bænahald í mótmælaskyni bænahald en að kalla ljóðalestur í mótmælaskyni ljóðalestur. En við skulum átta okkur á því að ef bænahald gegn fóstureyðingum verður bannað á lóð Lansans, þá er rökrétt að banna allt bænahald í nágrenni spítalans. Það er engin leið að ætla að mismuna fólki eftir bænarefni á meðan það er ekki á nokkurn hátt truflandi.

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10152597271167963:0

Glæpamaður dagsins er Lárus Páll Birgisson

154b5e1bdb3b73aa4941a1280c4e4680

Handtekinn fyrir að standa með pappaspjald með þessum líka móðgandi skilaboðum á almennri gangstétt. Ákærður fyrir óhlýðni við lögreglu sem af einhverjum dularfullum ástæðum telur sig hafa vald til að banna fólki að standa á almennri gangstétt ef það fer í taugarnar á einhverjum hjá Bandaríska sendiráðinu.

Hernaðarandstæðingar sýna stuðning sinn við Lárus og andúð sína á hernaði með því að rölta Laufásveginn milli 12 og 17 í dag. Sumir þeirra kveðast jafnvel ætla að voga sér upp á hið hernumda svæði gangstéttarinnar. Ég hvet friðarsinna til að mæta í réttarsalinn kl 15 og/eða skreppa á Laufásveginn í dag og taka þátt í aðgerðum hernaðarandstæðinga eða allavega sýna þeim stuðning með viðveru sinni.

ea7288b57f1cc3652d51050dd8da3acf

Ekki að undra þótt lögruglan hafi ekki tíma til að eltast við menn sem sjálfir skilgreina sig sem krimma.

Löggan kallar eftir verkfærabyltingu

Eymingja löggan. Eins og var gaman um þetta leyti í fyrra, þá er bara allur vindur úr pöpulnum og ekkert að gera hjá áhugasömum löggum nema að uppræta kannabisverksmiðjur. Sumir hafa ekki fengið að lemja neinn lengi og það er allt orðið fullt af gasbrúsum sem bíða þess að verða tæmdir.

Lögguhvuttarnir eru orðnir svo þunglyndir af aðgerðaleysi að til vandræða horfir, svo nú hafa yfirvöld gripið til þess ráðs að skora á mótmælendur í aðra umferð; verkfærabyltinguna.

Nú sitja Íslendingar uppi með ónýtt efnahagskerfi, ónýtt stjórnkerfi og ráðherra sem þvert á fyrri loforð stunda sama leynimakk og forverar þeirra. Og nú þurfa þeir sem ekki eru til í að láta það yfir sig ganga að draga fram vírklippur og járnsagir og gera sig klára í næstu uppreisn. Löggan nennir greinilega ekki neinu búsáhaldabulli lengur, þeir vilja verkfæri og vitanlega gerum við eins og löggan biður.

Þökkum þeim

Það er með öðrum orðum lögreglunni að þakka að uppreisnin varð ekki að alvöru byltingu. Við getum þakkað Stefáni og hundum hans fyrir að við sitjum ennþá uppi með ónýtt stjórnkerfi, ónýtt efnahagskerfi, spillta embættismenn og vanhæfa ríkisstjórn fyrir nú utan það að vera komin undir AGS.

Það er fyrir framgöngu lögreglunnar sem við höfum nú verið formlega skuldbundin til að greiða skuldir útrásarinnar. Við getum þakkað lögreglunni fyrir að gera stjórnvöldum fært að skerða þjónustu í heilbrigðis- og menntakerfinu og draga úr þjónustu landhelgisgæslunnar.

Stór spurning hvort þeir sem harðast gengu fram eigi ekki að fá orðu. Fálkaorðu handa þeim sem brutu bein og veittu höfuðáverka með kylfum og svo má taka upp piparúðaorðuna handa hinum.

mbl.is Aðferðafræðin gekk upp

Þá vitum við það

Að mati lögreglunnar eru pólitískar aðgerðir mun alvarlegra mál en ölvunarakstur. Það er svosem skiljanlegt því ölvunarakstur er einungis ógn við líf og heilsu almennra borgara, þar sem hávaði á bál á Lækjartorgi fela hinsvegar í sér yfirlýsingu um að andóf verði ekki kæft með lögum, reglugerðum og valdbeitingu. Pólitískar aðgerðir ógna nefnilega sjálfu yfirvaldinu og hafa þegar komið mörgum óhæfum embættismönnum og kerfisköllum frá völdum. Slíkt ber lögreglunni að stöðva, sama þótt fylliraftar aki meðborgara sína niður á meðan löggan bjargar nokkrum vörubrettum frá bruna.

mbl.is Bál kveikt á Lækjartorgi