Úrræðaleysi

Það er virkilega ömurlegt réttarkerfi sem býr ekki yfir betri úrræðum en að loka þessa menn inni. Hefur sá möguleiki að…

Posted by Eva Hauksdottir on 12. febrúar 2015

Síðasta tækifæri

Á næstu dögum mun Ögmundur Jónasson taka afstöðu til kröfu um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála.

Ögmundur getur ekki fyrirskipað endurupptöku en hann getur beitt sér fyrir henni með því að mælast til þess við hæstarétt og verði hæstréttur ekki við því getur Ögmundur skipað rannsóknarnefnd. Álit slíkrar nefndar hefur ekkert lagalegt gildi og máir sennilega ekki skítaglottið af smetti Valtýs Sigurðssonar en eitthvað gæti þó komið í ljós sem gefur enn eitt tilefnið til endurupptöku.

Snemma í fyrramálið verður þessi áskorun send Ögmundi. Þátttaka hefur verið dræm. Margir hafa skorast undan því að setja nafn sitt við þetta með þeim orðum að þeir viti ekki nóg um málið til að taka afstöðu. Sú afstaða er byggð á misskilningi. Með því að undirrita þessa áskorun er ekki verið að taka afstöðu til þess hvort dómfelldu voru sekir eða saklausir, heldur þá afstöðu að rannsókn málsins hafi verið gölluð og því sé ástæða til að kanna hvernig að henni hafi verið staðið og hvort hún hafi gefið tilefni til sakfellingar.

Ég hvet þá sem enn hafa ekki undirritað áskorunina til að gera það nú þegar.

Hér eru tenglar á umfjöllun Ísland í dag um málið.
Fyrri þáttur
Seinni þáttur.