Viðeigandi viðurkenning

Einkar viðeigandi að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fái fálkaorðuna fyrir frumkvæði og framtakssemi. Löggan hefur aldrei áður skotið mann til bana.

Posted by Eva Hauksdottir on 1. janúar 2014

Er einhver hissa á því að RÚV geti ekki sinnt öryggishlutverki?

RÚV vissi ekki af þessu!

Einhver gaf þá skýringu að lögreglunni þætti ekki jákvætt að of margir vissu af hættuástandi á meðan það stæði yfir. Ég er viss um að ríkislögreglustjóri sér heldur ekkert jákvætt við að almenningur viti að greiningardeild hefur útvegað erlendum njósnastofnunum upplýsingar um íslenska borgara. Það er ekki í verkahring lögreglunnar að meta hvort það er jákvætt eða neikvætt að almenningur fái fréttir.

Ég vil fá að vita hvar skotbardagar eru í gangi. T.d. vil ég geta gengið úr skugga um að ættingjar mínir og vinir sem búa í hverfinu séu óhultir. Ég vil geta forðast að fara á svæði þar sem átök eru í gangi. Ég vil líka fá fréttir af náttúruhamförum og stórslysum strax. Að sjálfsögðu á lögreglan að láta ríkisútvarpið vita af skothríð inni í íbúðarhverfi.