Lobbi rekinn

Guðmundur Ólafsson er víst ekki lengur velkominn á sorphaug íslenskrar fjölmiðlunar.

Þótt Guðmundur sé algerlega á öndverðum meiði við mig í stóriðjumálum, hef ég metið hann að verðleikum sem einhvern hugrakkasta og sannsöglasta fjölmiðlamann Íslands. En það er svosem ekki við því að búast að fólk sem þorir að viðra óþægilegar staðreyndir falli í kramið. Ég óska Guðmundi til hamingju með að hafa fengið það staðfest að hann eigi ekki heima á þessum vettvangi íslenskra heimskingja.