Enga friðhelgi takk

Veit enginn sem býr yfir gagnagrunnum í þessu landi hvað orðin "gegnsæi" og "friðhelgi" merkja? Það er engu líkara en að fólk haldi að þetta tvennt sé eitt og hið sama.

Posted by Eva Hauksdottir on 18. febrúar 2015

Er eitthvað uppi á borðinu EINHVERSSTAÐAR?

Áðan kom til mín maður og spurði hvort ég ætlaði á árshátíð Lýðveldisbyltingarinnar.

Ég hef ekkert komið nálægt Lýðveldisbyltingunni sjálf en var hrifin af hugmyndinni en samkvæmt netsíðu hreyfingarinnar er Lýðveldisbyltingin tilraun til þess að móta hugmyndir án leynimakks og valdasýki. (Sjá nánar hér http://www.lydveldisbyltingin.is/index.php/Lydveldisbyltingin:Um)

Þótt ég hafi ekkert komið nálægt þessari hreyfingu sjálf, varð ég samt dálítið hissa á að hafa ekki frétt af árshátíð, þar sem góð vinkona mín sér um vefinn fyrir Lýðveldisbyltinguna og ég hefði nú frekar átt von á því að fá boð frá henni. Nema hvað, hún hafði bara ekkert frétt af þessari árshátíð.

Ef þeir sem kenna sig við gagnsæi og opna umræðu geta ekki einu sinni haft hluti eins og árshátíð uppi á borðinu, er þá nokkur von til þess að stjórnmálaflokkar hafi fjármál sín uppi á borðinu?

Flokkakerfið er fullreynt en svona uppákomur vekja efasemdir um að lýðræði sé raunhæf hugmynd. Hverskonar samfélag vill fólk eiginlega?