Látinn

Flóttamaðurinn sem kveikti í sér er látinn. Hvað ætli þurfi mörg svona tilvik til þess að ríkisstjórnin (við erum enn með ríkisstjórn) komist að þeirri niðurstöðu að það sé eitthvað athugavert við stefnu hennar í útlendingamálum?

Maður ársins

Hermann Ragnarsson er maður ársins. En það er ekki boðlegt að fyrir hvern flóttamann sem kemur til landins þurfi almennir borgarar að vinna ómælda sjálfboðavinnu til þess að stöðva stjórnvöld í margháttuðum mannréttindabrotum.

Ólöf Nordal telur sig ekki bera neina ábyrgð á þessu en hún ber nú samt pólitíska ábyrgð á þessum málaflokki. Ef hún hefur raunverulega áhuga á að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig, þá hlýtur hún að reka það fólk sem hún álítur að beri ábyrgðina á því að þau voru send burt.

 

Tvískinnungur

Mörgum Íslendingum, ekki síst þeim sem hafa hvað mestar áhyggjur af uppgangi islam, finnst allt í lagi að senda flóttamenn frá þessu landi aftur til síns heima.

Posted by Eva Hauksdottir on 25. desember 2014

Hælisleitandi fær bætur

Því miður sækja fæstir þeirra hælisleitenda sem brotið er á rétt sinn enda erfitt að standa í málaferlum frá öðru landi,…

Posted by Eva Hauksdottir on 3. mars 2014

Löggan hrellir flóttakonu

Þokkalegt framferði hjá lögreglunni, eða hitt þó heldur.

Lögreglan hafði margsinnis farið heim til Evelyn, barnsmóður Tonys og gert húsleit hjá henni. Þá tjáðu lögreglumenn henni að þei r hygðust koma daglega heim til hennar þangað til Tony kæmi í leitirnar.

Löggan veit að sjálfsögðu að heimili barnsmóður hans er síðasti staðurinn sem hælisleitanda í felum þætti ákjósanlegur dvalarstaður. Löggan er semsagt beinlínis notuð til þess að hrella flóttakonu þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um neinn glæp.