Ó-lög vors lands

Ef ekki má flytja þjóðsönginn öðruvísi en í upprunalegri mynd, merkir það þá ekki að bannað sé að þýða textann á önnur tungumál, eða allavega að flytja hann með þýddum texta? Merkir það ekki líka að ekki megi flytja hann með öðrum hljóðfærum og raddsetningu en þeirri upphaflegu? Spurning hvort væri ekki frekar við hæfi að handtaka íslenska knattspyrnulandsliðið en þessa stórhættulegu Spaugstofumenn. Þeir fara þó allavega vel með tónlistina og ekki þykir mér lofgjörðin til Alcan ósmekklegri en guðsorðarunkið hans Matthíasar. Boðskapurinn er ömurlegur og þessi sálmur er hræðilegt leirhnoð.

Deildu færslunni

Share to Facebook

1 thought on “Ó-lög vors lands

 1. ——————————

  er boðskapur í þjóðsöngnum?

  Posted by: baun | 30.03.2007 | 8:21:52

  ————————————————

  er í alvörunni verið að kæra þetta? Þá þarf nú að kæra ansi hreint marga.

  Posted by: hildigunnur | 30.03.2007 | 9:46:41

  ————————————————

  Boðskapurinn er sá að allri veröldinni sé áskapað að tilbiðja Gvuð. Það sé tilgangur lífsins.

  Ég vona nú að enginn sé nógu vitlaus til að kæra þetta en annað eins hefur nú gerst.

  Posted by: Eva | 30.03.2007 | 12:41:32

  ————————————————

  Lenti Hrafn Gunnlaugsson ekki einhvern tímann í sömu vandræðum? Djassaði þennan heilaga óð eitthvað upp. Man nú ekki hvernig það kjánamál endaði.
  Og svo eitt síðbúið:
  Mér finnst að þú eigir að stofna til framboðs í kringum kröfu um stofnun Frygðarrannsóknarstofu Ríkisins. Ég skal kjósa þig.

  Posted by: Kristín | 30.03.2007 | 13:03:01

  ————————————————

  Mér finnst að Frygðarhreyfingin ætti að koma sér upp Frygðarhúsi.

  Posted by: Elías | 30.03.2007 | 17:18:39

  ————————————————

  Lögin voru sett á sínum tíma eftir að þjóðsöngurinn var fluttur í útgáfu sem misbauð siðferðis- og þjóðerniskennd mölbúans í myndinni ‘Okkar á milli í hita og þunga dagsins’ minnir mig.

  Posted by: Egill | 30.03.2007 | 22:57:54

Lokað er á athugasemdir.