Föðurlandsþversögnin

Svo merkilegt sem það er þá er barátta aðgerðasinna gegn þjóðernishyggju sprottin af föðurlandsást. Baráttan gegn Kárahnjúkavirkjun beindi sónum okkar að mannréttindabrotum álrisa og virkjanafyrirtækja, mannréttindabaráttan gerði okkur meðvituð um ömurlegar aðstæður flóttafólks, vandi flóttamanna sprettur af hugmyndinni um þjóðríkið.

Áherslurnar hafa breyst og aðgerðasinnar á Íslandi eru fáir. Þeir hafa ekki ráðist gegn Landsvirkjun og álrisunum af neinni alvöru um hríð en það merkir ekki að þeim sé ekki ennþá jafn annt um náttúru landsins. Nýlegar fréttir af hörmulegum áhrifum virkjunarinnar á lífríki Lagarfljóts ýta við okkur því þótt okkur hafi ekki tekist að afstýra Kárahnjúkavirkjun er langt frá því að stóriðjuskrímslið hafi fengið nægju sína. Varla er sú lækjarspræna á landinu sem ekki þykir vænlegur virkjanakostur og þörfin fyrir umhverfisaktivisma er síst á undanhaldi.

Deildu færslunni

Share to Facebook