Ábyrgð bílaleigunnar

Og hver er ábyrgð bílaleiganna sem leigja fólki, sem augljóslega veit ekkert hvað það er að gera, illa búna smábíla?

Posted by Eva Hauksdottir on 25. desember 2016

Sjálfbærir fangagangar

Hver fangagangur er "sjálfbær". Á hann við að gangurinn geti af sér nógu marga glæpamenn til að anna eftirspurn samfélagsins eftir föngum?

Posted by Eva Hauksdottir on 25. desember 2016

Enn eitt hryðjuverkið

Þetta með frjálsa og opna samfélagið: Kannski væri vert að velta því fyrir sér hvort það skipti einhverju máli í þessu sambandi hvort flóttamenn eiga kost á að lifa í „frjálsu og opnu samfélagi“. Neinei, ég er ekki að réttlæta voðaverk en glæpir eru að nokkru leyti afleiðing af hræðilegum aðstæðum og það er hægt að draga úr hættunni með því að gera fleira fólki fært að njóta frelsis. Það er hinsvegar ekki hægt með því að loka landamærum.

Umræður

Í rauninni ekki …

Ástandið er semsagt ekki mjög slæmt þegar þarf að vista sjúklinga á göngum og í geymslum. Hvenær er það þá mjög slæmt? Þegar þarf að vista þá í bílageymslum og á klósettum? Þegar þarf að vista þá í kæli mötuneytisins? Verður ástandið á Lansanum kannski aldrei mjög slæmt?

Reyndar hefur mannvitsbrekka nokkur útskýrt að þetta sé bara leiksýning. Starfsmenn Landspítalans og sjúklingar eru með í samsærinu. Hvaða sjúkrahús „á svæðinu“ hafa annars svona góðar aðstæður til að taka við fleiri sjúklingum og af hverju hefur maður ekkert heyrt um það fyrr? Eru þau með í samsærinu líka?

Undarleg skólastefna

Jón Gnarr vill að bólusetningar verði forsenda fyrir skólavist.

Það er nú reyndar skólaskylda á Íslandi svo ef Gnarrinn á líka við grunnskólana þá þyrftu sveitarfélögin líklega að bjóða upp á sérskóla fyrir óbólusett börn. Það væri nú áhugavert að heyra álit MDE á þeirri hugmynd að synja börnum um skólavist eða reka annarskonar aðskilnaðarstefnu. Nei ég er ekki að mæla því bót að foreldarar láti ekki bólusetja börn en Jón þarf að hugsa þetta betur.