Rányrkja til forna

Ragnar minnist hér m.a. á þá sérstöðu Íslands, að hafa reynt að sporna við ofnýtingu auðlinda, strax á Grágásartímanum.

Þeir sem vilja kynna sér forsögu þess, ættu að lesa hina bráðskemmtilegu bók Bergsveins Birgissonar; Leitin að svarta víkingum. Bergsveinn segir m.a. frá fyrsta eignarnámi Íslandssögunnar og setur fram þá áhugaverðu kenningu að það eignarnám hafi verið viðbrögð við yfirgangi fyrsta kapítalistans á Íslandi sem lagði undir sig ákveðna auðlind og gekk svo hart fram í rányrkjunni að varanlegur skaði hlaust af. Við erum síst komin af norrænum sjóræningjum en mun fremur af útrásarvíkingum, flóttamönnum og þrælum.

Hinn ágæti Kínverji

Mikið erum við nú heppin að hinn ágæti Kínverji skuli hafa leitt okkur í sannleika um verðmæti auðnanna. Og hrikalega…

Posted by Eva Hauksdottir on 17. febrúar 2012

Föðurlandsþversögnin

Svo merkilegt sem það er þá er barátta aðgerðasinna gegn þjóðernishyggju sprottin af föðurlandsást. Baráttan gegn Kárahnjúkavirkjun beindi sónum okkar að mannréttindabrotum álrisa og virkjanafyrirtækja, mannréttindabaráttan gerði okkur meðvituð um ömurlegar aðstæður flóttafólks, vandi flóttamanna sprettur af hugmyndinni um þjóðríkið.

Áherslurnar hafa breyst og aðgerðasinnar á Íslandi eru fáir. Þeir hafa ekki ráðist gegn Landsvirkjun og álrisunum af neinni alvöru um hríð en það merkir ekki að þeim sé ekki ennþá jafn annt um náttúru landsins. Nýlegar fréttir af hörmulegum áhrifum virkjunarinnar á lífríki Lagarfljóts ýta við okkur því þótt okkur hafi ekki tekist að afstýra Kárahnjúkavirkjun er langt frá því að stóriðjuskrímslið hafi fengið nægju sína. Varla er sú lækjarspræna á landinu sem ekki þykir vænlegur virkjanakostur og þörfin fyrir umhverfisaktivisma er síst á undanhaldi.

Frétt um áhrif eggjatöku

Voðalega finnst mér þetta undarleg frétt. Hvernig á það að draga úr hungurdauða fugla ef menn hætta eggjatöku og hvenær gerðust Íslendingar svo stórtækir í ráni kríueggja að það yrði að vandamáli?

Posted by Eva Hauksdottir on 16. janúar 2011

Dropasteinarnir

Frétt á Rúv um að skemmdarverk á dropasteinum (tengill skemmdur)

Ég hef enga trú á því að margir taki dropasteina af skemmdarfýsn. Forvitni, eða þörfin fyrir að skoða með því að snerta er nær lagi.

Stóra ástæðan fyrir náttúruspjöllum af þessu tagi er samt sú hugmynd að manngildi velti á þeim hlutum sem maður hefur yfirráð yfir. Fólk slær eign sinni á hluti sem heilla það, af því að við lítum upp til þeirra sem eiga fallega og áhugaverða hluti, að maður tali nú ekki um verðmæta hluti. Vandamálið hér sem víða annarsstaðar er eignarréttarhugmyndin.