Tímabært?

Nú eru 140 ár síðan Íslendingar fengu stjórnarskrá þar sem kveðið er á um trúfrelsi og um 100 ár frá því að…

Posted by Eva Hauksdottir on 5. janúar 2014

Opinberum ranghugmyndir frekar en að þagga þær niður

Ranghugmyndir þessa manns eru ævintýralegar. Moskubygging herstöð. Skipulagðar nauðganir múslima á sænskum konum af því að islam segir þeim að nauðga.

Ég held að það sé miklu áhrifaríkara að birta þvæluna sem rasistar halda fram en að draga þá fyrir dóm. Þeir sem sjá ekki í gegnum illskuna og heimskuna munu ekkert frekar átta sig þótt þessir skíthausar séu beittir viðurlögum.

Þessvegna geta trúmenn og trúlausir ekki talað saman

Ég held að málefnalegar umræður trúaðra og trúlausra um trúmál séu nánast útilokaðar. Ástæðan fyrir því er ekki bara sú að trúmenn og trúaðir vilji ekki halda uppi málefnalegri umræðu og leitist við að niðurlægja og særa andmælendur sína heldur ekki síður sú að við lifum og hrærumst í ólíkum hugsanakerfum.

Trúleysingjar geta ekki rætt trúna á forsendum trúmannsins vegna þess að hugmyndin um hið yfirnáttúrulega stenst engin rök. Guðshugmyndin sjálf gegnur heldur ekki upp, ekki frekar en hugmyndin um ferhyndan þríhyrning.

Auðvitað er Guð til

Auðvitað er Guð til. Fólk hefur reynslu af honum og við getum ekkert hafnað þeirri reynslu. Hvort sú reynsla samræmist raunveruleikanum er svo annað mál.

Ég held að það sem skiptir mestu máli um það hvort fólk verður trúað eða ekki sé það hvort Guð lendir í „raunverulega flokknum“ eða „ævintýraflokknum“ á þeim árum sem börn eru að læra muninn á skáldskap og veruleika. En það ekki ekki vafamál að rétt eins og aðrar ævintýraverur er Guð vissulega til – í höfðum þeirra sem á hann trúa.

Satanía

Hvað er að því að fólk gefi barni sínu nafnið Satanía? Kveður stjórnarskrá ekki á um trúfrelsi? Er það hlutverk mannanafnanefndar að koma í veg fyrir að fólk ástundi satanisma?

Posted by Eva Hauksdottir on 3. janúar 2013