Stríð gegn engu

Islam er í Evrópu og hefur verið í Evrópu í meira en þúsund ár, flestum að meinalausu. Það er jafn vonlaust, þarflaust og klikkað að ætla að berjast gegn islam eins og að berjast gegn samkynhneigð.

Posted by Eva Hauksdottir on 28. febrúar 2016

Litlu hjónin

Árið 1978 var maður sakfelldur í hæstarétti fyrir misneytingu. Hann hafði fengið greindarskert hjón til að selja sér íbúð á allt of lágu verði. Í dag er þessi dómur kenndur við lagadeild HÍ undir heitinu „Litlu hjónin“.

Ég veit ekki hvort þau hétu Jón og Gunna en – æ, þús’t, eitthvað um lágmarksþekkingu á vinsælustu verkum þjóðskáldanna og solles.

Umræður hér

Áfengisbölið

Svona er þetta alltaf í Morrisons þar sem við verslum mest. Börnin hanga slefandi við áfengisrekkana og bíða bara eftir að verða nógu stór til að komast upp úr innkaupakerrunum sjálf og hella sig öskufull.

Posted by Eva Hauksdottir on 11. febrúar 2015

Um hrelliklám

Það sem mér finnst undarlegast við þetta allt er sú hugmynd að það þurfi eitthvað að ræða svona hegðun sem refsiverðan glæp. Það er bæði brot gegn blygðunarsemi og friðhelgi einkalífsins að birta kynlífsmyndir af fólki gegn vilja þess. Ef menn sjá ástæðu til þess að hnykkja á því með skýrara orðalagi í lögum er það bara hið besta mál en dreifing á slíku efni ER refsiverð.

Eðlilegt?

Spurning dagsins er þessi: Er eðlilegt og náttúrulegt að vera eins og Gústaf Níelsson? Og því tengt; af hverju ættu allir að þurfa að vera náttúrulegir og eðlilegir?

Posted by Eva Hauksdottir on 21. janúar 2015