Ef amma mín hefði verið Óttar

Amma mín sáluga sem var dóttir útgerðarmanns, flokksbundinn Sjálfstæðismaður og hlustaði aldrei á neitt ferskara en Álftagerðisbræður, var nær því að vera pönkari en Óttarr Proppé.

Fyrir utan það að vera yfirlýst Sjálfstæðiskona var hún fyrirmyndar húsmóðir og kona afa míns sáluga sem var kommúnisti og áskrifandi að Þjóðviljanum.

Hún lét engan segja sér fyrir verkum og afi hefði ekki einu sinni reynt það. Ef hún hefði verið í sporum Óttars hefði hún nýtt sér stöðuna til fulls, tekið Sjálfstæðisflokkinn til bæna og gerst aftursætisráðherra í fjámálaráðuneytinu.

(Hún hefði líka sent Óttarr í klippingu en það er kemur þessu máli ekki við.)

 

Þá styð ég Ástþór

Helst vildi ég leggja forsetaembættið niður en það er ekki að fara að gerast. Því miður er þó nokkuð mikil hætta á því a…

Posted by Eva Hauksdottir on 3. mars 2016

Helgi Hrafn búinn að fá nóg

Nú tel ég sjálf að Helgi Hrafn sé eitthvað það besta sem hefur komið fyrir íslenska pólitík frá upphafi. En það á við um…

Posted by Eva Hauksdottir on 27. febrúar 2016

ÓRG gefur ekki kost á sér aftur

Þetta ár byrjaði gríðarlega vel. Nú hlýtur einhver að skora á Dorrit að gefa kost á sér sem forseta.

Posted by Eva Hauksdottir on 1. janúar 2016

Forsetaefnið

Einu sinni var ég í Nettó og ætlaði að kaupa eldhússrúllur en þær voru svo hátt uppi í hillu að ég náði þeim ekki. Þarna var ég, gráti næst, að reyna að hoppa nógu hátt til að ná í eldhússrúllur og var farin að sjá fram á að þurfa að nota skeinipappír í staðinn fyrir verkamannaservíettur næstu vikurnar. Kom þá ekki einhver stelpa sem var áreiðanlega minnst 1.66 á hæð og teygði sig í pakka og rétti mér. Ég veit ekkert hvað hún heitir en ég ætla að kjósa hana ef hún fer í forsetaframboð.