Sirkus og þingkosningar

Myndin er eftir Bernard Spragg https://c1.staticflickr.com/8/7412/9101944483_f652edf71f_b.jpg

Best er að hafa á þingi þæga trúða sem gera eins og Flokkseigendafélag Íslands vill

Eftir gífurlega vel heppnaða kennslustund kom samnemandi að máli við mig og spurði hvort ég ætlaði að kjósa og hvernig mér þætti að hafa þingkosningar á hverju ári. Sá er Íri og hefur fylgst með íslenskri póltík frá því í hruninu og fær oft annað sjónarhorn en það sem heimspressan býður upp á, í gegnum íslenska vinkonu sína.

Hann sagði mér að þegar hann skammaðist sín mjög mikið fyrir írsk stjórnvöld væri huggun að skoða fréttir frá Íslandi. „Írar þjást af smáríkiskoplex eins og Íslendingar en íslenskir stjórnmálamenn eru ennþá verri en írskir. Íslensk stjórnmál einkennast ekki bara af klíkuskap og spillingu heldur er svo mikið um kjánalegar uppákomur að fyrir þann sem þarf ekki að búa við íslenska pólitík eru fréttir frá Íslandi eins og ágætis gamanþáttaröð“ sagði hann.

Í ljósi þessarar fréttar fannst mér það fyndið.

Ljósmynd: Bernard Spragg

Skrópaþinglingur

Ég hef oft verið spurð hvort mér hafi aldrei dottið í hug að bjóða mig fram til þingsetu. Fyrir utan efasemdir mínar um ágæti þessarar stofnunar gæti ég ekki hugsað mér að eyða meirihluta dagsins í fundasetur. En fyrst þingmenn þurfa ekkert að mæta í vinnuna þá ætti ég kannski að íhuga það? Hversu léleg þarf mætingin að vera til þess að skrópagemlingar á þingi þurfi að gefa fjölmiðlum skýringar?

Fjórflokksstjórn?

Fjórflokksríkisstjórnin verður æði. Sjálfstæðisflokkurinn fær að halda áfram að mylja undir útgerðina og einkavæða smá hér og smá þar. Framsókn fær að halda áfram að mylja undir Bændasamtökin og níðast á hælisleitendum. Samfó fær smáaura til að hækka niðurgreiðslur á skólamáltíðum og og fjölga reiðhjólastígum og VG fá aukið svigrúm til að refsa fólki fólk fyrir vondar skoðanir og troða kynjafræðingum í nokkrar stöður til viðbótar #allir_vinna

Lýðræði

Einveldi er skilvirkt – en óréttlátt. Upplýst einveldi er þúsund sinnum skárra en heimskt einveldi en samt mjög vont. Lýðræði er að mörgu leyti réttlátt, en það gengur ekki almennilega upp. Lýðræði er skársta fyrirkomulag sem við þekkjum en það er samt dálítið vont. Kannski væri upplýst lýðræði málið? En hvernig í fjáranum verður því komið á?

Umræður hér

Stjórn í myndun

Ætli það verði ekki Silfurskeiðabandalagið aftur, með trójuhestinn til stuðnings. Engar skattahækkanir nema á vesalinga, meiri þensla – ekkert stopp – og annað hrun. Því miður bitnar það ekki á þeim sem helst eiga það skilið.

Okkar útfærsla á lýðræði er greinilega ekki málið. Við verðum að fara að endurskoða það.