Skotsilfur

Var að fá reikning frá kortafyrirtækinu og sé að ég hef tekið út skotsilfur í síðasta mánuði. Í alvöru, þetta stendur á reikningum; skotsilfur. Sé fyrir mér miðaldariddara með silfurpeninga í leðurpyngju. Finnst einhverveginn að fimmþúsundkall afgreiddur úr hraðbanka hljóti að heita reiðufé en ekki skotsilfur.

Annars er orðið skotsilfur ekki að finna í Orðsifjabókinni. Skot eitt og sér getur merkt fjárframlag svo líklega er tengingin þaðan. Nema skotsilfur eigi eitthvað skylt við skotaskuld. Ellegar andskota. Það er náttúrulega alltaf doldið unskot að þurfa að borga reikningana sína.

—-

Þegar ég fann þessa stuttu færslu frá árinu 2005 hugsaði ég fyrst að kortafyrirtækin hlytu að hafa uppfært orðaforðann sinn síðan. En skotsilfrið virðist enn í fullu gildi.

Mannanafnalög eru ónothæf

Markmið mannanafnalaga er að stuðla að því að Íslendingar beri nöfn sem falla að beygingar- og hljóðkerfinu, lúti almennum stafsetningarreglum og séu fólki sæmandi.

Þegar listinn yfir leyfð mannanöfn er skoðaður kemur þó í ljós að undantekningarnar frá reglunum eru svo margar að reglurnar eru nánast ónothæfar. Það sem er leyfilegt í einu tilviki er bannað í öðru og þegar upp er staðið eru einu rökin þau að við séum orðin vön því að heyra annað nafnið en ekki hitt.

Stúlka

Telst það ekki andstætt mannanafnalögum að gefa börnum nöfn sem eru þeim til háðungar eða ama? Ég sé ekki betur en að St…

Posted by Eva Hauksdottir on 21. janúar 2013

Satanía

Hvað er að því að fólk gefi barni sínu nafnið Satanía? Kveður stjórnarskrá ekki á um trúfrelsi? Er það hlutverk mannanafnanefndar að koma í veg fyrir að fólk ástundi satanisma?

Posted by Eva Hauksdottir on 3. janúar 2013

Spurning um yfirlestur

Ættu fjölmiðlar sem taka grunnskólabörn í starfskynningu ekki að sýna nemendum þá virðingu að fá einhvern læsan og jafnvel skrifandi til að lesa fréttirnar þeirra yfir áður en þær eru birtar?

Posted by Eva Hauksdottir on 2. janúar 2012