Þetta er orðið gott!

Þetta er komið gott!

Ég heyri þennan samslátt nokkuð oft og er hreint ekki hrifin. Hér er tveimur orðatiltækjum slegið saman án þess að það þjóni neinum tilgangi. Það er ekkert erfiðara að segja nú er komið nóg eða þetta er orðið gott og það fæst enginn merkingarauki út úr því að blanda þessu saman. Það er ekki einu sinni fyndið.

[custom-related-posts title=“Fleiri dæmi um samslátt“ order_by=“title“ order=“ASC“ none_text=“None found“]

Þoli

Sakfelldur glæpamaður = dómþoli. Ríkisborgari = stjórnþoli.Nemandi = prófþoli. Fleiri?

Posted by Eva Hauksdottir on 13. febrúar 2015

Uppskrúfað fjölmenni

Það er engu líkara en að fjölmenni sé í tísku. Konur eru fjölmennari en karlar, börn fjölmennari en fullorðnir o.s.frv.

Ég hélt reyndar að orðið fjölmenni ætti við um hópa. Einn hópur getur verið fjölmennari en annar. Það merkir að í honum er fleira fólk. Það er ekki fleira fólk í konum en körlum. Konur eru einfaldlega fleiri. Þetta eilífa fjölmenni á kannski að hljóma gáfulega. Gefa til kynna að mælandinn hafi góðan orðaforða og sé vanur því að tala á fundum eða koma fram í fjölmiðlum.  Lúðar.

Ypsilon og þrefaldur

Kunnið þið eitthvert orð sem er bæði með ypsiloni og þreföldum samhljóða? Með þreföldum á ég við þrjá eins í röð. Eins og í þátttaka.

Posted by Eva Hauksdottir on 27. desember 2013

 

 

Allra fegursta orðið er fundið: Krydddrykkur!

Posted by Eva Hauksdottir on 27. desember 2013

 

 

 

 

Þeldökkur

Þeldökkur. Hvaða þel er það eiginlega? Af hverju þeldökkur en ekki þelhvítur eða þelgulur? Eiríkur Rögnvaldsson, Eygló Yngvadóttir, og aðrir sérfróðir og/eða áhugamenn um ástkæra.

Posted by Eva Hauksdottir on 27. desember 2013