Málmrusl

Ég get ekki útskýrt hvað gerðist í hausnum á mér en ég ákvað að gefa íslensku myndinni í sjónvarpinu séns. Hvílíkt rusl.

Posted by Eva Hauksdottir on 26. desember 2014

Lekamálið Sigríður Björk

Jæja. Hún vissi semsagt að minnisblaðið hafði verið sent á fjölmiðla. Fannst henni ekkert áhugavert að hann væri að biðja um greinargerð um Tony Omos sama dag og fjölmiðlar greina frá upplýsingum sem eiga að hafa komið fram í rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum? Spurði hún virkilega ekki hvaðan blöðin hefðu þær upplýsingar?

Hún sendir Gísla greinargerð, hefur svo fljótlega komist að því, ef hún hefur á annað borð verið stödd á Íslandi og/eða haft aðgang að fjölmiðlum, að rógburði um hælisleitendur hafði verið bætt aftan við skjalið. Datt henni aldrei í hug allan þennan tíma að það væri eitthvert samband á milli fréttanna af minnisblaðinu og þess að Gísli Freyr hefði verið að reyna að ná í hana út af Tony Omos sama morgun?

Neita að svara

Það eru til fleiri ríki þar sem ráðamenn komast upp með að neita að svara spurningum fjölmiðla. Til dæmis í Afríku.

Posted by Eva Hauksdottir on 3. mars 2014

SDG í hrokagírnum

Forsætisráðherra gerir aumkunarverða tilraun til að niðurlægja sjónvarpsmann sem hafði gjörsamlega pakkað honum saman.

Posted by Eva Hauksdottir on 16. febrúar 2014

Blaðamenn að standa sig

 

Ég hef öðlast nýja trú á blaðamannastéttinni. Fyrst sönnuðu Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson að rannsó…

Posted by Eva Hauksdottir on 16. febrúar 2014