111

Til eru trúarnöttarar sem álíta að talan 111 feli alltaf í sér skilaboð frá Gvuði. Líklega er þetta hótun um að við fö…

Posted by Eva Hauksdottir on 4. janúar 2010

Þróun á markaði

Mér finnst vanta betri útskýringu á þessari 'þróun á markaði' sem veldur daglegum verðhækkunum einmitt á þeim tíma sem…

Posted by Eva Hauksdottir on 24. desember 2009

Sjálfvirk sveiflujöfnun

Eina útskýringin á efnahagsáætluninni sem almenningi hefur staðið til boða er þessi:

Í raun er gert ráð fyrir að láta sjálfvirka sveiflujöfnun virka
að fullu á næsta ári og við útreikning á bata samkvæmt langtímaaðhaldi í ríkisfjármálum er reiknað út frá hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði sem gefur því meiri slaka sem kreppan er dýpri.

Tímabundin óvissa

Alltaf skulu pólitíkusar reyna að slá ryki í augun á fólki með því að nota orðið ‘tímabundinn’. Hvern fjáran merkir þetta eiginlega. Allt ástand er bundið tíma. Það væri út í hött að tala um varanlega óvissu. Hversu löngum tíma þessi óvissa er bundin, það höfum við ekki hugmynd um. Það gætu þessvegna orðið mörg ár.

Ég trúi því að ekki sé hægt að losna við Davíð og hina bankastjórana nema kosta til þess óheyrilegum fjárhæðum en ég segi, látum þá fjúka samt. Borgum þeim bara ekki, þótt þeir eigi rétt á því. Þeir geta þá bara dundað sér við að fara í mál við ríkið, sem getur hvort sem er ekki borgað. Hvað ætla þeir að gera í því? Setja ríkið í skuldafangelsi?

Þessi færsla gefur reyndar veika von um að hægt sé að komast ögn skár frá þessu. Ég vona að það sé rétt.

mbl.is Vildu lækka vexti en ekki IMF