Borgaralaun

Ég hef haft verulegar efasemdir um borgaralaun en eftir að hafa lesið nokkra kílómetra af álitum Umboðsmanns Alþingis og heyrt nokkrar persónulegar sögur af niðrandi framkomu, persónunjósnum, og öðrum ógeðslegheitum félagsmálabatterísins auk þess að verða vitni að slíku sjálf, er ég komin að þeirri niðurstöðu að með því væri ekki aðeins hægt að spara ómældar upphæðir vegna yfirbyggingar og launakostnaðar hjá félagsþjónustunni, heldur einnig bæta lýðheilsu. Það virðist sáralítill áhugi vera fyrir því innan þessa kerfis að styðja fólk til sjálfshjálpar.

Deildu færslunni

Share to Facebook