Arnþrúður drullar yfir hlustanda

Jæja. Hún Arnþrúður Karlsdóttir fer nú líklega að verða búin með umburðarlyndiskvóta landans gagnvark kynþáttahyggju og dónaskap.

Hvort sem konan skildi Arnþrúði eða ekki (og það er alls ekki augljóst að hún hafi skilið allt sem hún sagði) er nokkuð augljóst að hún er ekki fær um að tjá sig á íslensku. Það er óheyrilegur dónaskapur að tala svona við fólk opinberlega og gefa því ekki færi á að svara fyrir sig.

Það er allt í lagi að útvarpsstöð haldi þeirri stefnu að þar sé töluð íslenska og ef menn vilji tjá sig á öðrum tungumálum skuli það túlkað á íslensku jafnóðum. Hinsvegar er ekkert sem réttlætir þennan dónaskap. Hún lét sér það ekki nægja heldur spyr hún með skætingi hvort það hafi ekkert gengið hjá henni að læra íslensku. Þetta er óþarfi og dónaskapur í þokkabót.

Arnþrúður gat vel útskýrt kurteislega og vingjarnlega fyrir konunni (helst á ensku) að það væri ekki í boði að tala önnur tungumál í þessum þætti. Það hefði svo verið snjallt hjá henni að bjóða konunni að hringja utan útsendingartíma og bera upp erindið, sem Arnþrúður hefði svo getað komið til skila í næsta þætti.

 

 

Umræðan snýst annarsvegar um það hvort sé í lagi að sýna fólki dónaskap fyrir að kunna ekki íslensku, hinsvegar um það hvort það sé réttmæt krafa að útvarpsþáttur fari eingöngu fram á íslensku. Ég hef enn ekki séð neinn krefjast þess að fólk fái að tala ensku í spjallþáttum, heldur er það kynþáttahygga Arnþrúðar sem oft hefur komið fram en skín sérlega vel í gegnum dónaskap hennar í garð þessarar konu, sem fólk er ósátt við.

Segðu mér annars, í hvaða löndum er þess krafist að fólk þurfi að læra málið ef það á að fá að búa í landinu og hver metur hvenær fólk er orðið nógu vel talandi til þess að fá að vera?

Annars vitum við ekki einu sinni hvort þessi manneskja sem hringdi inn býr á landinu eða ekki. Það er alveg hugsanlegt að hún sé bara í heimsókn. Ég er líka ansi hrædd um að ef það hefði verið einhver frægur sem hringdi inn og talaði ensku, þá hefði hann/hún fengið annað viðmót.

Deildu færslunni

Share to Facebook