Vinsamlegast ekki trufla

Í fyrra fengu fyrsta árs nemar við Lagadeild HÍ þau skilaboð að kennarar myndu ekki svara spurningum um efni námskeiða eftir síðasta kennsludag. Ég hélt þá að þetta væri svona busavíglsuhugmynd kennara á páerflippi eða tilraun til að hrekja sem flesta frá – og þótti það ekki smart. En nú er ég á öðru ári og aftur fáum við sömu skilaboðin. Þannig að líklega hef ég mistúlkað þetta. Sennilega er þetta bara einlæg fyrirlitning í garð í nemenda.

Í gær hugsaði ég sem svo að það væri gaman að geta mætt í fleiri tíma. Sú löngun dó fyrir svona 10 mínútum þegar ég opnaði póstinn minn og sá þessi tilmæli. 

Velkomin til 18. aldar

Kennsluaðferðir og námsmat Lagadeildar totta fisk.

Í fyrra þurftum við ekki að skila einu einasta verkefni. Við máttum skila einu hópverkefni sem við fengum endurgjöf á en það var ekki metið til lokaeinkunnar.

Á þessari önn er eitt hópverkefni í skaðabótarétti metið til 10% af lokaeinkunn.

Í eignarréttinum var fálmkennd tilraun til einhverskonar hópvinnu metin til 10% af lokaeinkunn. Ég veit ekki á hverju það mat byggðist þar sem hóparnir þurftu ekki að skila neinu heldur bara taka hluta tímans í að tala saman, en kennarinn hefur greinilega sótt Dale Carnegie námskeið og mér dettur helst í hug að þetta hafi átt að vera einhverskonar hópefli. Ágætt að þurfa ekki að taka nema 90% einangrunarpróf en frekar dapurleg staðreynd að þetta er semsagt róttæki kennarinn í deildinni.

Langar að hætta

Ég hef enga ánægju af þessu námi lengur. Ég byrjaði brennandi af áhuga en nú er ég komin með kvíðaeinkenni. Grátköst, svefnröskun og ég er farin að kasta upp aftur en það hefur ekki verið vandamál í fjögur ár. Mig langar að hætta. Halda áfram að lesa

Námstækni

Glósurnar mínar bera á köflum meiri keim af sköpunargleði en valdi á námstækni. Ég efast t.d. um að Róbert Spanó hafi skrifað „og af þessu dæmi má sjá að valdaklíkunum tekst einatt að nota löggjafann sem snata sinn“ eða að Sigurður Líndal hafi skrifað; „Hæstiréttur ákvað semsagt að níðast á þeim af því að það þótti svo „haganlegt“.“

Glósur

Glósurnar mínar bera á köflum meiri keim af sköpunargleði en valdi á námstækni. Ég efast t.d. um að Róbert Spanó hafi skrifað „og af þessu dæmi má sjá að valdaklíkunum tekst einatt að nota löggjafann sem snata sinn“ eða að Sigurður Líndal hafi skrifað; „Hæstiréttur ákvað semsagt að níðast á þeim af því að það þótti svo „haganlegt“.“

Umræður