Góð mistök

Þorláksmessumaturinn hér var ekkert kæst óæti, heldur sítrónu- og saffranleginn þorskhnakki með smjörsteiktum möndlum og Nínískri trönuberjasölsu. Þetta var reyndar „slys“ því ég hélt að ég hefði verið að nota turmerik en kom í ljós að afghönsku leigjendurnir höfðu skilið eftir heilt kryddglas af saffrani. Bestu mistök sem ég hef gert lengi. Þetta var alveg ætt.

Ein af þessum góðu manneskjum

Í gær stóð ég við búðarkassa og ætlaði að kaupa jólapappír en var með kort sem ég nota sjaldan og mundi ekki lykilnúmerið. Stelpa, eitthvað á bilinu 17-22ja ára, sem stóð fyrir aftan mig í röðinni, rétti mér peningaseðil. Ég þáði hann ekki, af því að þetta var ekkert mikilvægt, en þetta snart mig. Halda áfram að lesa

Valkvíði

Fyrstaheimsvandamálin eru að ríða okkur Eynari á slig. Nú er lítrinn af Bombay gini á 18 pund í Sainsbury´s og lítrinn af Tangueray gini er á 16 pund hjá Morrisons. Við eigum hinsvegar þvílíkan lager af gini að það væri bara rugl að kaupa meira. Og af þessu getum við lært að annað hvort drekkum við ekki nóg, eða þá að þið hin komið ekki nógu oft í heimsókn.

Þurrbrjósta

Systur minni finnst mjög spaugilegt að fólk sem er fætt eftir 1900 noti orðið „þurrbrjósta“. Sem betur fer gerist þess heldur engin þörf því hér eru allir blautbrjósta í kvöld. Nema Hulla sem þykir greinilega ekkert vænt um okkur.

Enn um A manninn

A maðurinn kominn fram kl 10 og ekkert svefndrukkinn í þetta sinn! Hann verður orðinn sannkallaður A maður um nírætt.

ABBB maðurinn

A maðurinn á heimilinu (sem fór líka „snemma“ að sofa í gær) en kominn á fætur, eldsnemma uppúr 10. Hann segist reyndar bara vera ABBB maður í dag. Ígær kom hann fram 10 mín í 10 en það er nú kannski fullbratt. ABBB maðurinn er geyspandi en ekki þó slagandi.

A maðurinn

Einar er kominn á fætur!

Hann fór snemma í rúmið (um eittleytið) í gærkvöld með þeim ásetningi að gerast A-maður. Miðað við framgöngu hans í eldhúsinu á þeirri stundu sem þetta er skrifað gæti maður haldið að hann væri fullur en ég er nokkuð viss um að svo er ekki. Og er þaðan runninn málshátturinn: Betra er að vera A maður en AA maður.

Margt er líkt með þeim sama

Í dag sá ég mann sem leit út nákvæmlega eins og kunningi minn nema 10 árum eldri. Merkilegt hvað fólk er hvert öðru líkt hugsaði ég og vandaði mig við að glápa ekki á hann. Það var ekki fyrr en hann heilsaði mér sem rann upp fyrir mér að hann var ekki líkur neinum nema sjálfum sér, ég hafði bara ekki séð hann í 12 eða 13 ár.

Galdrafólk á stoppistöð

Þegar ég kom að stoppistöðinni var þar fyrir karl um sjötugt. Hann gaf sig að mér og reyndist hinn almennilegasti. Karl og kona, bæði sennilega um sextugt komu aðvífandi, voru með vegakort og spurðu hvar þau væru stödd. Konan var með lillablátt hár sem stóð undan röndóttri prjónahúfu og sérkennilega leðurtuðru í axlaról. Karlinn var í víðum kufli sem var festur saman með silfurspennu í hálsmálinu og með skotthúfu sem náði honum niður á bringspalir. Halda áfram að lesa

Jólakveðja

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10153320424622963&set=a.10151380678987963.1073741825.603012962&type=3&theater

Fann vegabréfið

Ég týndi vegabréfinu mínu. Var búin að leita allsstaðar og hringja út um allt og farin að óttast að ég þyrfti að fá nýtt. En ég fann það á endanum.

Í þetta sinn reyndist „góður staður“ vera undir bók heima hjá foreldrum Eynars. Þegar ég fann það loksins rifjaðist upp fyrir mér að ég hugsaði einmitt að þessum stað myndi ég allavega ekki gleyma. Ég segi hér með góða-staðs-heilkenninu og ógleymanlega-lykilorðs-heilkenninu stríð á hendur. Næst þegar ég set hlut á góðan stað eða skipti um lykilorð læt ég snoða mig.

[custom-related-posts title=“Tengt efni“ order_by=“title“ order=“ASC“ none_text=“None found“]

Lúsíukettir

Einar er að baka lúsíuketti. Einhvernveginn vöktu deigsnúðarnir á plötunni hjá honum pælingu um það hvernig þetta plús þetta sinnum eitthvað í öðru veldi plús N verður eitthvað óskiljanlegt sem reyndist svo einni mínútu síðar vera augljóst. Mér finnst þetta góð ástæða til að forðast jólabakstur. Auk þess er saffran ofmetið. Ég hefði bara notað kanel.

Það er hefð fyrir því á okkar heimili að bjóða upp á jólaglögg á aðventunni. Sú hefð verður viðhöfð í fyrsta sinn í dag og mun heppnast gífurlega vel.

Uppfært 22:13
Þetta var ágætt.

Jólabakstur

Einar er að baka lúsíuketti. Einhvernveginn vöktu deigsnúðarnir á plötunni hjá honum pælingu um það hvernig þetta plús þetta sinnum eitthvað í öðru veldi plús N verður eitthvað óskiljanlegt sem reyndist svo einni mínútu síðar vera augljóst. Mér finnst þetta góð ástæða til að forðast jólabakstur. Auk þess er saffran ofmetið. Ég hefði bara notað kanel.

Góðastaðsheilkennið

Í dag fann Einar hálfan íbúfenpakka af smámynt sem ég hef einhvern tíma í fyrra eða hitteðfyrra sett „á góðan stað“. Ekki í fyrsta sinn. Skítt með tvöhunduð kall eða svo en verra er að nú hef ég sett vegabréfið mitt „á góðan stað.“ Ef þetta ekki örugglega eitthvert heilkenni? Ætli sé hægt að fá bætur út á þetta?

[custom-related-posts title=“Tengt efni“ order_by=“title“ order=“ASC“ none_text=“None found“]