Engin bókakaup

Ég hef ekki þurft að kaupa eina einustu námsbók þessa önn. Bókasafnið hér er frábært og kennarar ekki að hamast við að reyna að græða á nemendum. Allar greinar sem ég hef lesið hingað til er hægt að fá á rafrænu formi í gegnum bókasafnið. Í mörgum tilvikum er hægt að hlaða greininni niður. Halda áfram að lesa

Málstofa um UN

Í gær var málstofa um uppbyggingu og hlutverk SÞ. Kennarinn,  Alan Miller, er í lögfræðingateymi á vegum SÞ.

Hann byrjaði tímann á því að taka fram að hann ætlaði ekkert að mata okkur á efni sem við gætum lesið sjálf heldur að halda uppi umræðum um stöðu SÞ. Svo fór hann bara að segja sögur af reynslu sinni. Hann náði algerlega athygli hópsins og fljótlega sköpuðust góðar umræður.

Í seinni tímanum sagði hann að hann hefði eiginlega ætlað að skipta okkur í umræðuhópa en fyrst væri góð umræða í gangi þá skyldum við bara halda henni áfram. Hér er semsagt ekki markmiðið að komast yfir efnið heldur að dýpka skilning nemenda og að tímarnir skilji eitthvað eftir.

Hér eru menn heldur ekkert hræddir við „heitar kartöflur“. Alan sagði t.d. hreint út að hann teldi Trump ekki bara ógn við heimsfriðinn og viðleitni til að draga úr umhverfisspjöllum með öllum þeim hörmungum sem þeim fylgja, heldur líka ógn við tilvist SÞ.

Ég elska Strathclyde!

Myndin sýnir vegg við John Street sem tilheyrir háskólalóðinni.
Þessum vegg geng ég fram hjá á leið í skólann. Myndin er héðan.

Fyrsti alvöru kennslutíminn við Lagadeild Strathclyde háskóla var í morgun. Ég er himinlifandi! Þetta var eins og Árnagarður ´91 mínus reykingar. Áhugavert námsefni, kennarar sem hafa áhuga á kennslu og nemendur sem hafa áhuga á námsefninu. Halda áfram að lesa

Önnin hafin

Önnin er að hefjast fyrst núna. Held samt að hún sé álíka löng og hjá HÍ því það er engin kennslulaus vika – ekki gert ráð fyrir neinni verkefnaviku eða upplestrarfríi. Ég skil ekki alveg hvernig ég á að fara að því að taka próf daginn eftir að kennslu lýkur, hef sennilega gert það síðast í 8. bekk. Fékk svæsið geðbólgukast þegar ég sá stundatöfluna. Halda áfram að lesa