Áramótaheit

Ég er ekki mikið fyrir áramótaheit en í þetta sinn lofa sjálfri mér því að taka myndir eða sjá til þess að þær verði teknar við öll tilefni sem mig langar að muna. Það gæti jafnvel endað með því að ég læri á snjallsímann eða a.m.k. myndavélina á honum. Halda áfram að lesa

Rúna

Ég var fyrst núna að opna leynijólagjöf sem Daníel Sveinn Daníelsson sendi mér. Þetta reyndist vera "Rúna", falleg bók um stærðfræði og galdur. Takk Daníel, ég varð mjög glöð.

Posted by Eva Hauksdottir on 5. janúar 2015

Áramót

Aðeins einn atburður skyggði á gleði mína árið 2013. Ég vildi að ég gæti hringt í Ingó til að óska honum gleðilegs árs. Skála í staðinn við ykkur hin sem einnig hafið gert líf mitt betra.

Posted by Eva Hauksdottir on 1. janúar 2014

Lausn á lúxusvandamáli

Fór í rúmið á áttunda tímanum í morgun. Sú var tíð að ég þurfti að beita mig hörðu til að halda mér vakandi fram yfir miðnætti. Þetta snarlagaðist þegar ég fór að drekka oftar en þrisvar á ári.

Posted by Eva Hauksdottir on 1. janúar 2014