Stenst grímuskylda lög í ríki sem bannar búrkur?

Í Frakklandi er komin upp sú undarlega staða að fólki er nú gert skylt að bera sóttvarnargrímur á almannafæri, á sama tíma og það varðar viðurlögum að hylja andlit sitt af trúarástæðum. Nú velta margir því fyrir sér hvort þessi mismunun standist lög. Í stuttu máli er svarið já. Hvort lögin eru hafin yfir gagnrýni er svo önnur saga. Halda áfram að lesa

Hvernig hefði MDE metið Múhammeðsmyndir Charlie Hebdo?

Þann 15. október 2018 komst Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) að þeirri niðurstöðu að það fæli ekki í sér brot gegn tjáningarfrelsisákvæði Mannréttindasáttmálans (MSE) að refsa konu í Austurríki fyrir gefa til kynna að Múhammeð spámaður hefði verið haldinn barnagirnd. Konan hafði látið slík orð falla í fyrirlestrum á vegum stjórnmálaflokks sem á rætur í Nazisma og hatast við innflytjendur. Halda áfram að lesa