Stenst grímuskylda lög í ríki sem bannar búrkur?

Í Frakklandi er komin upp sú undarlega staða að fólki er nú gert skylt að bera sóttvarnargrímur á almannafæri, á sama tíma og það varðar viðurlögum að hylja andlit sitt af trúarástæðum. Nú velta margir því fyrir sér hvort þessi mismunun standist lög. Í stuttu máli er svarið já. Hvort lögin eru hafin yfir gagnrýni er svo önnur saga. Halda áfram að lesa

Ærumeiðingar á vef Alþingis

Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég pistil um hin undarlegu lög sem sett voru bótakrefjendum vegna sýknudóms í Guðmundar- og Geirfinnsmálum til hagsbóta. En það eru ekki aðeins lögin og frumvarpið sem mér þykja furðuleg heldur vekur það einnig athygli hverskonar umsagnir um frumvarpið eru birtar á vef Alþingis. Halda áfram að lesa

Leikarinn, lektorinn, #metoo og mannréttindi

Sigrúnu er sagt upp störfum. Frekara vinnuframlag afþakkað en hún fær greidd laun meðan á uppsagnarfresti stendur. Þar sem hún er ekki opinber starfsmaður þarf atvinnurekandinn ekki að gefa henni upp neina ástæðu. Sigrún hefur hingað til verið talin góður starfsmaður og veit ekki upp á sig neina sök. Halda áfram að lesa

Hvernig hefði MDE metið Múhammeðsmyndir Charlie Hebdo?

Þann 15. október 2018 komst Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) að þeirri niðurstöðu að það fæli ekki í sér brot gegn tjáningarfrelsisákvæði Mannréttindasáttmálans (MSE) að refsa konu í Austurríki fyrir gefa til kynna að Múhammeð spámaður hefði verið haldinn barnagirnd. Konan hafði látið slík orð falla í fyrirlestrum á vegum stjórnmálaflokks sem á rætur í Nazisma og hatast við innflytjendur. Halda áfram að lesa