Hvar eru femínistarnir núna?

kortNöldurskjóða dagsins er smátittlingur AMX „fréttastofunnar“. Í dag tuðar smátittlingurinn yfir því að fólk sem hefur sætt óréttlæti skuli kvarta yfir því að eiga ekki bótarétt. Hann gerir svo verulega auma tilraun til að vera sniðugur með því að benda á að lífslíkur karla séu minni en kvenna og ekki séu feministar að gera allt brjálað þessvegna.

Halda áfram að lesa

Ef maður bara vissi hvað er að gerast þarna inni

Ætli feministahreyfingin léti ekki frá sér einhverjar athugasemdir ef karlmenn væru látnir gefa konum einkunnir fyrir frammistöðu sína í bælinu?

Ég hef ekki séð tannagnístran frá neinum karlasamtökum vegna þessarar könnunar. Ætli þeim sé alveg sama eða er einhver önnur ástæða fyrir að heyrist aldrei í karlmönnum þegar tegundin er á einhvern hátt tekin fyrir? Þessi könnun er svosem of hallærisleg til að vera svara verð en það virðist bara alveg sama hvernig er fjallað um karlmenn, þeir bera nánast aldrei hönd yfir höfuð sér. Ég hneigist til að líta á það sem gunguskap en kannski eru þeir bara upp til hópa of ánægðir með sig til að taka mark á umfjöllun sem væri líkleg til að koma konum í uppnám?

Á leið til jafnréttis?

pabbi

Ættu börn að tilheyra trúfélagi? Það finnst Alþingi, í öllu flli hljóðar 2. mgr. 8. gr. laga nr. 108/1999, um skráð trúfélög svo: „Barn skal frá fæðingu talið heyra til sama skráða trúfélagi og móðir þess.“

Ég held ég hafi verið 14 ára þegar ég áttaði mig á því, mér til mikillar undrunar, að við fæðingu er barn sjálfkrafa skráð í trúfélag móður. Halda áfram að lesa

Vælið í forræðislausum feðrum

bidÓttalega leiðist mér vælið í forræðislausum feðrum sem halda því fram að mömmurnar banni þeim að umgangast börnin sín. Mér finnst sjálfsagt að vekja athygli á vanda þeirra feðra sem eru raunverulega hindraðir í því að vera með börnum sínum en á köflum minnir málflutningur forræðislausra feðra á baráttuaðferðir feminista.  Halda áfram að lesa