Grýla gamla og feðraveldið

download (1)Ef þjóðtrúin segir okkur eitthvað um samfélagið sem hún er sprottin úr þá segja breytingarnar á henni væntanlega eitthvað líka. Það er ekki lengur viðurkennd uppeldisaðferð að hræða börn til hlýðni með því að siga á þau óvættum og með breyttum viðhorfum breyttust jólaskrímslin. Það er áhugavert að skoða ímyndir óvætta eins og Grýlu og jólasveinanna fyrr og nú. Halda áfram að lesa

Kynungabók og vinnumarkaðurinn

skúra
Í fyrri pistlum um Kynungabók, gagnrýndi ég það hve lítið vægi hún gefur stærstu vandamálum karla og drengja. Í fjölskyldukaflanum er ekkert fjallað um veika stöðu feðra í forræðismálum og í skólakaflanum er sá mikli fjöldi drengja sem þrífst ekki í skóla ekki einu sinni til umræðu. Á vinnumarkaði hallar meira á konur en karla svo það er kannski eðlilegra að þar sé sjónarhorn kvenna ríkjandi. Engu að síður hef ég nokkrar athugasemdir. Eða eiginlega margar. Halda áfram að lesa

Efnistök Kynungabókar – söguskoðun og fjölskyldan

feður

Tilefni þessarar pistlaraðar eru ítrekuð ummæli um að ég sé að gera feministum upp skoðanir. Ætlun mín er að gera í eitt skipti fyrir öll grein fyrir því á hverju ég byggi hugmyndir mínar um markmið hreyfingarinnar. Í fyrri pistlum hef ég bent á dæmi um það hvernig kvenhyggjufólk er að koma á nýju kennivaldi, m.a. með því að koma áróðri sínum inn í barna- og unglingaskóla.   Halda áfram að lesa

Dýrin í Hálsaskógi og holdafar Gísla Ásgeirssonar

Gísli og feitabollumælirinn

Í líkamsvirðingarumræðunni í tengslum við megrunarlausa daginn minntust margir á gagnsleysi bmi-stuðla. Meðal þeirra var Gísli Ásgeirsson sem sagðist vera hin mesta feitabolla samkvæmt bmi-stuðli og trúði nú bara líðan sinni og útliti betur.

Jamm. Ef þessi mynd, sem ég stal blygðunarlaust af netinu, sýnir feitabollu, hlýtur hún að vera  þokkalega fótósjoppuð. Ég hef fyrir satt að svo sé ekki svo rökrétta ályktunin er sú að það sé eitthvað að stuðlinum en ekki holdafari Gísla.

En er þetta alveg svo einfalt? Er hægt að afskrifa mælitæki eins og bmi-stuðul, bara af því að kenningin gengur ekki upp í einhverju ákveðnu tilfelli? Halda áfram að lesa