Druslur og dindilhosur

ELVGREN_img_38

Ég hef líklega verið í 9. bekk. Við vorum í dönskutíma, skiptumst á um að lesa og þýða. „Kvinderne hylede af fryd“ las einn. „Konurnar emjuðu af frygð“ þýddi annar. Kennarinn skellti upp úr og útskýrði góðlátlega að reyndar þýddi fryd gleði en frygð væri nú samt góð ágiskun því sennilega væru bæði orðin af sömu rót. Halda áfram að lesa

Vá hvað mér hefur verið nauðgað oft

14a566e18f6f66a372eaa1b3c29c519e

Ég var mjög ung þegar ég þvældi mér í ástarsamband við mér eldri mann. Ég var dauðástfangin af honum og hann kom illa fram við mig. Særði mig oft og illa. Ég held reyndar að þetta samband hafi sett varanlegt mark á mig. Það er samt fyrst núna sem það er að renna upp fyrir mér að með þeirri hegðun sinni að standa í kynlífssambandi við ástfanginn ungling, án þess að ætla að giftast mér og eignast með mér börn, var maðurinn í raun að beita mig kynferðisofbeldi. Halda áfram að lesa

This is not funny!

Sauðfé

Ég hef gaman af blæbrigðaríku máli og nýsköpun á því sviði. Hef t.d. tekið fagnandi nýmerkingum á borð við pylsupartý um samkomur þar sem karlar eru allsráðandi. Sjálf hef ég kallað pennann á bak við fuglahvísl amx smátittling og ég hló upphátt þegar ég heyrði hið bráðskemmtilega orð hrútskýring. Halda áfram að lesa

Til karla sem hata konur

Gender-WarsÍ síðustu færslu minni sagðist ég vera kona sem hatar karla. Vona að enginn hafi skilið það þannig að ég vilji helst skera undan sem flestum körlum og grilla dindlana á Austurvelli og bjóða gangandi ásamt sinnepi og hráum.

Í huga mínum takast á tvær kröfur; „förum varlega með orð“ og „köllum hlutina sínum réttu nöfnum.“ Hatur er eitt þeirra orða sem við notum frjálslega en leggjum samt verulega neikvæða merkingu í, þegar það hentar okkur. Við meinum það ekki bókstaflega þegar við notum það en tökum því bókstaflega þegar það beinist gegn okkur. Halda áfram að lesa

Fólkið sem hatar fíflin og fíflin sem hata fólk

bolurKvenhatur: T.d. það að flokka dónabréfaskrif JBH sem dómgreindarbrest fremur en kynferðisglæp.

Gott og vel ég skil konseptið þótt mér finnist það umdeilanlegt. En svo kemur í ljós að við eigum ekkert að taka þessu bókstaflega. Þetta „karlar sem hata konur“ er bara einhverskonar pardódía á þá hugmynd að feministar séu karlhatarar og um leið vísun í vinsælasta karlhatursbókmenntaverk okkar tíma. Sorrý en það er eitthvað við þetta sem gengur ekki upp.

Halda áfram að lesa

Að taka afstöðu

shit

Uppskrift að áburði:

Finnum gamlan, botnfallinn skít. Hrærum rækilega upp í honum og dreifum soranum sem víðast svo öruggt sé að drullan lendi í sem flestum hálfgrónum sárum.

Jafnvel þótt útilokað sé að eyða leðjunni og eina leiðin til að hreinsa vatnið sé sú að leyfa henni að setjast, höldum þá áfram að hræra upp í skítnum. Berum svo mykjuna á túnið. Þannig grænkar beitiland sorpblaðamennskunnar.
Halda áfram að lesa

Svar til Maríu Lilju

Þessi grein eftir Maríu Lilju Þrastardóttur er enn eitt dæmið um þá sjúklegu pólariseringu sem einkennir alla umræðu um kynferðisbrotamál.

Þeir sem ekki vilja taka upp öfuga sönnunarbyrði eru þar með að:
a) gera lítið úr kynferðisbrotum (sem í öllum tilvikum jafngilda „sálarmorði“)
b) halda því fram að konan sé að ljúga
c) halda því fram að konan sé drusla
d) halda því fram að fórnarlambið beri ábyrgð á glæpnum (enda þótt viðkomandi eigi líka að hafa afneitað möguleikanum á því að glæpurinn hafi átt sér stað.)

Möguleikinn á því að andstæðingar öfugrar sönnunabyrði viðurkenni einfaldlega að til séu mál sem réttarkerfið ræður ekki við, jafnvel mál sem nákomnir treysta sér ekki til að taka afstöðu til, er ekki inni í myndinni.

Nokkrar spurningar til þín María Lilja:

-Geturðu bent á áreiðanleg gögn sem renna stoðum undir þá kenningu að tilhæfulausar og rangar ásakanir í kynferðisbrotamálum séu ekki fleiri en í öðrum málaflokkum?

-Þú veist væntanlega að fjölmörg dæmi eru um að fólk hafi setið í fangelsi, jafnvel verið tekið af lífi saklaust, jafnvel þótt sönnunarbyrðin hafi verið hjá dómsvaldinu. Telur þú líklegt að þeim sem dæmdir eru saklausir muni fjölga ef tekin verður upp öfug sönnunarbyrði? Ef svarið er nei, á hverju byggðiru það mat? Ef svarið er já, finnst þér það í lagi?

-Myndir þú styðja frumvarp um öfuga sönnunarbyrði ef faðir þinn, bróðir, maki, sonur eða annar þér nákominn hefði orðið fyrir ásökun um kynferðisofbeldi og þú værir sannfærð um sakleysi hans?

-Eða er kannski karlmaður sem er saklaus af kynferðisofbeldi einfaldlega ekki til?

Að lokum; þú póstar þessum pistli á facebook með athugasemd um að hann eigi „… óhugnalega mikið við í umræðu dagsins í dag!“ Áttu við að þú sjáir ekki eðlismun á dónalegum bréfaskrifum og refsiverðum kynferðisglæp?