Af ýkjum feminista

ykjur

Fyrirsögnin á þessum pistli er röng. Ég hef ekki ástæðu til að ætla að flestir feministar ýki neitt meira en gengur og gerist. Ég ákvað að nota þessa yfirskrift vegna þess að ég vil að sem flestir sem hafa áhuga á áhrifum kynferðis á það hvernig lífið leikur okkur, lesi hann og velti fyrir sér muninum á því sem talið er að rannsóknir sýni og því sem þær sýna raunverulega. Halda áfram að lesa

Og þegar umræðan um ógeðskallana heldur áfram …

…bara svo það sé á hreinu, þá fer ég ekki fram á öfgalausa umræðu. Öfgar eru ekkert slæmar í sjálfu sér. Öfgar eru einfaldlega það sem víkur frá norminu. Öll réttlætisbarátta er álitin öfgafull þar til markmiðinu er náð. Á sínum tíma þótti það fremur öfgakennd hugmynd að konur hefðu eitthvað með kosningarétt að gera og það þurfti öllu róttækari aðgerðir en útifundi og ljóðalestur til að ná þeim merka áfanga.

Halda áfram að lesa