Fyrsti í vinnu

Við mættum hressar í vinnuna kl 8 nákvæmlega. Þar var engin sem tók á móti okkur svo við biðum sætar og góðar og meðan fólkið sem stóð í röðum og fyllti nú svo til hvern blett á sjúkrahússvæðinu, mældi okkur út. Sumir brostu vingjarnlega og buðu góðan daginn, meðan aðrir voru varkárari í að sýna minnstu blæbrigði.

Í gær var okkur úthlutað nemum sem eiga að vera eihverskonar stuðningur við okkur. Við skildum það þannig að við ættum að fylgja þeim og hitta þær kl 8. Við sáum þær en annaðhvort höfum við misskilið eitthvað, eða þær, þvi þær heilsuðu bara rétt og örkuðu svo áfram. Við eltum og ekki veit ég hvernig, en allt í einu vorum við staddar í sal með fullt af ófrískum konum og fengum hljóðpípu úr tréi í hendurnar og okkur sagt að skoða konurnar. Þetta var bæði vandræðalegt og kjánalegt. Við höfðum engar upplýsingar fengið um konurnar, hvorki um meðgöngulengd eða afhverju þær væru yfirleitt þarna. Það eina sem stóð á skránum þeirra var mismunandi tímasetningar á hjartslætti barnsins. Eftir að hafa skoðað tvær hvor, sögðum við að við vildum bara fá að fylgjast með hvernig þær mundu gera. Þetta fannst þeim ofsalega sniðugt og ég er voðalega þakklát fyrir að hafa glatt einhvern þann daginn  Þegar allar konurnar höfðu verið skoðaðar, örkuðu inn ljósmæður og endurtóku allt saman. Held að nemarnir hafi bara verið að æfa sig og ljósurnar að dobbul tjékka. Það sem vakti mestu athylgi okkar og gaf okkur hroll er að engin af ljósunum eða nemunum sprittuðu sig á milli kvenna og engin svo mikið bauð þessum konum góðan daginn eða spurði hvernig þær hefðu það.

Eftir þetta allt kom til okkar nemi sem sagði okkur að nú ættum við að gera salinn hreinan. Okkur voru rétt stígvél (mín sennilega númer 46 og blaut að innan) og við færðar í plastsvuntur eins og þessar sem eru notaðar í frystihúsum og svo fengum við skúringarkúst með engum hárum og vatn í fötu. Við fengum líka tuskur sem einhvertíma hafa kannski verið handklæði eða lök, eða teppi. Tuskurnar voru með risa stóru gati í miðjunni og ég hef ekki en funndið út úr hvort það hafi átt að þjóna einhverjum tilgangi.
Eins og kannski segir sig sjálft var ekki hægt að gera hreint með þessum áhöldum, enda sést það vel á gólfum og veggjum og öðrum flötum þarna inni. Við sulluðum sveittar með skítugt vatnið fram og tilbaka um gólfið og dreifðum drullunni vel yfir allt. Ég byrjaði að telja niður dagana sem við ættum eftir að skúra, en Kaja sem er örlítið meira töff en ég sagði bara NEI. „Þetta gerum við ekki aftur! Við komum ekki alla þessa leið til að skúra.“Ég elti Kaju auðmjúk inn á fæðingarstofuna (án þess að hafa fengið leyfi hjá einhverju yfirvaldi) og þar ákvað hún að við yrðum restina af deginum, og ég hlýddi. Það var rólegt í dag, svo við gátum bara skoðað okkur um og kynnst staðnum pínulítið. Ein eldri kona var með harða sótt en var mest bara út á gangi. Hún var að fara að eiga sitt 6.barn svo við vonuðumst til að hún mundi eiga meðan við værum þarna. Svo var ung stelpa 18 ára sem var með miklar hríðar. Þegar við spurðum ljósuna um hana, meðgöngulengd og þannig sagði hún okkur að barnið væri dautt. Svo kallaði hún til greyið stelpurnar ´´ertu ekki að missa? Hvað ertu komin langt?´´ Hún stóð ekki upp eða neitt. Kallaði bara yfir vegginn. Við stungum af klukkutíma fyrr. Vorum búnar á því.

Klukkan hálf sex þegar við mættum til Ruth til að ræða daginn og færa spítalanaum gjafir, tók Kaja það skýrt fram að við ætluðum ekki að þrífa og framvegis mundum við fylgja ljósunum.

Seinniparturinn fór svo í að finna banka og simkorts búð, skoða ´´bæinn´´ og láta horfa á okkur. 

Deila færslunni

Share to Google Plus