5,2 Kg farin á mánuði!!!

Dagurinn í gær (gleymdi bara að birta)

Komin mánuður og ég er að verða svo grönn að ég er farin að hafa áhyggjur af að ég verði alltof flott. (Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig, þá var þetta djók).

5,2 kg horfið (þrátt fyrir alltof mikið svindl) en ég hef líka labbað Esbjerg endana á milli og synt og notað tröppur og allt. Ekki alltaf samt. Komon ég bý á áttundu og ég er ennþá bara Hulla. En ég er samt ógeðslaga stolt af mér. Með þessu áframhaldi verð ég komin í kjörþyngd um jólin.

Ég mældi mig líka 9.ágúst og svo aftur núna í morgun og þar sést einnig töluverður munur.


Læri fóru úr 71 cm í 63 cm, magi 104 cm í 94 cm, rass  111 cm í 105 cm og handleggirnir mínir eru bara ennþá alltof breiðir, eða 31 cm og hafa ekki haggast.
Þessir 24 cm sem eru horfnir núna hafa gert það að verkum að ég kemst núna í sum fötin mín aftur 🙂

Þetta er hægt, en ég er nú ekki hálfnuð svo ég er ekkert að fara að hægja á mér núna. Og svo þegar réttri vigt er náð er að halda sér þar.

Fitness World er að opna við hliðina á blokkinni minni þann 2.okt og ég er pínu með löngun í að kaupa mér áskrift þar og styrkja mig örlítið. Ekkert voðalega fallegt að vera grannur og slappur. Svo nú verður þetta tekið alla leið.

Ég er aðeins farin að kíkja á annað maratæði og líst ljómandi vel á miðjarðarhafs mataræðið og svo í morgun sá ég 17:7 http://www.ruv.is/node/1176574 og hugsa að það gæti jafnvel hentað mér þar sem ég er hvort eð er svo lystarlaus á morgnana.

Treysti mér samt ekki í það strax og ætla að missa örlítið meira á lkl. Mér líður líka svo voðalega vel í malla kút að ég sé enga ástæðu til að hætta strax. Það sem er pínu slæmt við lkl er að allir aðrir í fjölskyldunni minni verða svo feitir. Svo er ég heldur ekkert minna veikgeðja en áður og lkl hentar ekki vel ef maður getur engan vegin stillt sig um að svindla eins oft og ég geri.

Á miðvikudaginn næsta er hádegisfundur með nýju nemunum og skólinn býður upp á dýrindis samlokur sem bragðast svo vel að mér væri næstum sama þó þær væru skreyttar með blásýru. Það mundi ekki aftra mér að gúlla í mig einni. Samt fór ég tvisvar á sjúklega góðan veitingastað um daginn og fékk bröns. Sneiddi fram hjá öllu sem heitir kolvetni, fyrir utan að ég fékk mér djúpsteiktan ost. Allavega þá er ég búin að vera að reyna að réttlæta það fyrir mér hvort sé nú ekki bara í lagi að gúlla í sig einni samloku. Ég gæti líka búið til mína eigin bollu og notað bara áleggið af góðu samlokunum. Svo er ég búin að skoða eitthvað sem heitir Carb Nite, en að sökum athyglisbrestar míns hef ég ekki en náð að lesa eða skilja það allt. En mér skilst að ég geti tekið einn dag í viku og hlaðið granna kroppinn minn með kolvetnum. Veit samt ekki hvort ég yrði ekki bara beinlínis veik.

Ég finn að ég er farin að borða miklu minna en ég gerði fyrst og er mjög sjaldan svöng. Venjulegur dagur saman stendur venjulega af:

  • Eggjalatte eða skyri með rjóma og karamellusósu í morgunmat og einum bolla af kaffi með kókosolíu.
  • Í hádeginu fæ ég mér yfirleitt avakadó, mozzarella, tómat, egg og pestó eða 2 spæld egg og 4 sneiðar af beikoni.
  • Í skólanum fæ ég mér oft hvítkál eða harðfisk með miklu smjöri eða hrökkbrauð með þykkri ostsneið kl 10. En ég er sjaldan orðið svöng kl 10 svo ég gleymi því eiginlega alltaf.
  • Svo fæ ég mér yfirleitt kjöt, grænmeti og feita sósu í kvöldmat
  • Ég drekk kaffi og mikið af vatni í skólanum. Og nú er ég farin að kaupa sódavatn með sítrónu til að geta aðeins breitt til.
  • Ef ég verð eitthvað eirðarlaus yfir daginn fæ ég mér ost og skinku eða grænmeti sem ég dýfi í sýrðan rjóma.

Annars bjó ég til æðislega góða LKL pitsu um daginn og át alltof mikið af henni og tók restina með mér í skólann daginn eftir. Geðveikt að setja ruccolo og hvítlauskolíu ofaná 🙂 

Ég er mega spent fyrir deginum. Þegar við vorum á Ítalíu nældum við okkur í miða á rauðvínssmökkunn og hún er í dag. En eitt svindlið. Ætli ég verði ekki í viku að jafna mig á því.

Góða helgi til ykkar.

Deila færslunni

Share to Google Plus