Vika 3. Prumpað í baði

Vá hvað ég er ekki að standa mig í þessu bloggi. Hvernig fer fólk að því að finna sér tíma til að blogga? Svo hef ég svo mikið sem mig langar að blogga um að ég veit ekkert hvað ég á að byrja. Langar allavega ekkert að tala mikið um fitu og auka kíló.

Eftir viku er komin mánuður síðan ég ákvað að verða grönn og er einganveginn að standa mig. Nota þessvegna filterin á snappinu óspart til að fegra mig.( Skil ekki afhverju ég fæddist ekki með filter á andlitinu.) Steig á vigtina í morgunn og sá að ég er búin að bæta á mig 200 gr síðan síðast. 70.8 kg ☹ Centimetrarnir hafa samt horfið og ég sé mun á mér í spegli. Tók myndir þegar ég byrjaði þann 9. ágúst og lofaði sjálfri mér að það yrði sjáanlegur munur mánuði seinna. Aðeins vika í það.

Hugsa að ég birti þær myndir og svo nýjar til að kanna hvort sé munur (aðalega til að gefa sjálfri mér spark) og í leiðinni ætla ég að birta hvað margir cm hafa horfið af hinum ýmsu stöðum.

Eins vona ég að ég verði byrjuð að stunda einhverja hreyfingu af viti svo ég geti upphafið sjálfa mig dálítið á því.

Annars er ég búin að koma meðleigjandanum mínum á lkl líka og þar af leiðandi ekki búin að svindla neitt í 2 heila daga 😊

Skólinn
Ég er byrjuð í skólanum aftur. Fyrsti alvöru dagurinn var í gær og ég kom heim með hausinn svo yfirfullan af fróðleik að ég er enn með vott af höfuðverk. Fór samt í labbitúr. Fyrst labbaði ég heim úr skólanum (53 mín/4 km) og svo fórum við Eiki í labbitúr eftir að
ég hafði gefið honum að borða.

Mér finnst svoooo gott að vera komin í skólan aftur. Dásamlegt að sjá alla aftur og heyra hvað allir hafa haft það gott. Yndislegt að sjá að fleiri en ég hafa haft það alltof gott og bætt á sig örfáum kílóum. Og æðislegt að sjá loksins fram á að fá svör við öllum þeim spurningum sem hafa brunnið á mér síðan í praktikini.

Ég er „flutt“ inn í litlu sætu íbúðina sem ég leigði með skólasystur minni. Hún er reyndar bara búin að vera hérna eina nótt og kemur sennilega til með að vera eitthvað minna en ég hérna, en það gerir ekkert svo mikið til. Ég er stór skemmtileg og hef endalausa ánægju af sjálfri mér. Svo fæ ég nú líka kærastann í heimsókn af og til. Hef reyndar aldrei verið hérna ein svo reynslan af einveru er akkúrat engin. Finn að ég sakna Lísu hrikalega mikið.

Heyri svo til daglega í krökkunum á einn eða annan hátt, svo ég finn minna fyrir sökknuði þanngað, enda eru þau orðin svo stór. Já ég er semsagt  búin að vera hérna síðan á föstudag.

Jæja þarf að lesa ábyggilega 8000 síður á mörgum tungumálum fyrir morgundaginn svo ég er hætt í bili.  Ok bæ :*

 

Deila færslunni

Share to Google Plus