2 vikur

70.6 sagði vigtin í gær, tveimur vikum eftir að ég var 74 kg. Það er ágætt finnst mér, miðað við mig. Ég er óttalega veikgeðja og á töluvert auðvelt með að telja mér trú um að það sé í lagi smá svindl. Þannig að ég svindla alltof oft og mikið og það bitnar á engum nema mér.

Svindl

Ég var með planlagt svindl á laugardaginn síðasta þegar Dana hélt upp á 30 árin sín. Þvílíkt rugl. Smakkaði á tertum og smákökum en hefði alveg eins geta verið án þess. Veit ekki hvað þetta er með mig. Ég er ekki vön að raða í mig ávöxtum eða sælgæti, en þarna var ég eiginlega búin að ákveða í hvaða röð ég ætlaði að borða allan daginn. Fékk mér örlitla melónubita um morguninn og tvær smákökur. Í kaffinu smakkaði ég á brauðtertu og súkkulaðitertu, en fór ekki aðra ferð eins og ég var búin að ákveða. Um kvöldið át ég hinsvegar vel af heilbakaða svíninu sem ég drekkti í býsna feitri sósu. Ef þetta hefði verið danskt afmæli hefði ég hreinlega sleppt kökunum og haldið mig við LKL… fram að bjórnum.

Eymingja ég er búin að vera eitthvað lasin og þá á ég alveg hrikalega bágt.
Íris sinnti mér í mat og drikk meðan hún var hérna, en hún fór í gær og ég ein og eftirlitslaus langt fram eftir kvöldi. Jói hugsaði vel um mömmu sína og gaf henni samloku sem móðir hans hámaði í sig með bestu list. Svo fannst smá nammi upp í skáp sem fór sömu leið og samlokan. Og til að toppa þetta allt, þá var ekkert drykkjarhæft til á heimilinu svo veika konan neyddist (já neyddist) til að drekkar bjór.
Þetta er sennilega ástæðan fyrir því að ég fór ekki á vigtina í morgun!

 

Skólinn að byrja

Nóg um það. Nú er skólinn að byrja í næstu viku og ég er orðin ofsa spennt.
Náði að redda mér öllum bókunum notuðum og sparaði við það um 2000 dk. Vantar reyndar eina, en kaupi hana nýja ef mér tekst ekki að fá hana notaða.
Langar ógeðslega mikið í módel af maga með legi og öllu draslinu í svo ég geti betur fengið tilfinningu fyrir hvad snýr upp og niður í þessu öllu. Fékk mjaðmagrind frá Ómari og Rakel og finnst það hjálpa svakalega. Vantar greinilega þessa 3 víddar sjón.

Búin að skoða opnunartíma og prísa, á sundlauginni sem er staðsett svo snilldarlega við hliðina á blokkinni minni. Væri svo til í að synda fyrir skóla, en þarf eiginlega að dobbla einhverja sem á bíl með mér svo ég komi ekki svínsveitt í skólann. Svo er eiginlega bara hægt að gera allan fjandan þarna í Esbjerg. Allavega fyrir þá sem eiga nóg af peningum.

Fann stað, sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir á íslensku, svona kúrsus center, sem býður upp á allt milli himins og jarðar. Tungumála námskeið, ferðir, eldamensku, hreyfingu, tónlis og bara allskonar námskeið. Og flest allt seinni part þegar skólinn er búinn. Heitir sennilega námskeiða eitthvað. Fullt af allskonar sem ég gæti hugsað mér ef ég ætti pening. Hverjum langar ekki til að fræðast meira um sveppi á meðan týnslu stendur?

Jæja. Er ennþá smá slöpp svo ég ætla að fá mér einn fitukaffi og hnoða mér upp í sófa með Lísu og reyna að undirbúa mig smá fyrir skólann.

Deila færslunni

Share to Google Plus