Dagur 3 og 4

Ég er komin með LKL þjálfara frá Íslandi 😊 Það má þegar maður er svo veikgeðja að maður er að falla á degi 3!

2 kg farin 😊 Frekar ánægð. Hef alveg svindlað smá og átti eiginlega ekki von á að vantaði einhver kíló.

Fór til Esbjerg á fimmtudaginn til að kíkja á litlu sætu íbúðina mína og þar sem er verið að gera við sturtuna á heimilinu (búið að taka rúmar 3 vikur núna) ákváðum við að taka bara smá aukafrí og gistum 2 nætur í Esbjerg. Bæði kvöldin fékk ég mér rauðvín, þar sem það tilheyrir einhvern vegin fríi en borðaði samt eiginlega LKL allan tíman. Æ, fyrir utan drykkjar jógúrt.

Á laugardeginum fórum við svo til Billund að sækja Írisi vinkonu mína til 40 ára 😊 Hún er snillingur í öllu sem viðkemur mat og það er allavega lítið mál að bæta á sig nokkrum kílóum á mjög stuttum tíma ef maður er nálægt henni. En í þetta sinn ætlar hún að fókusera á LKL. Það sem sumir leggja á sig til að koma mér í rétta þyngd 😊 Við byrjum samt á því að hella í okkur kolvetnum í formi karamellu-latte á heimleiðinni og ég gerði gott betur og fékk mér stóra smáköku með, bara til að undirstrika það sem ég var að gera. Íris eldaði svo gósætan kjúklingarétt um kvöldið og við fengum okkur bara vatn með. Kvöldsnakkið okkar voru hnetur, steiktar uppúr sykurlausu sýrópi með 80%súkkulaði saman við. Á meðan við vinkonurnar gæddum okkur á örsmáum skömmtum af þessu gúmmulaði hámaði maðurinn minn (sem by the way er líka að grennast) í sig stórri skál af poppi og þambaði með dökkan, vel útlítandi bjór.

Í morgun bjó svo Íris til karamellu-smjörkaffi með rjóma handa mér og það bragðaðist guðdómlega.

Komst í gallabuxurnar mínar í morgun en með beltið í fyrsta gati! Er vön að setja það í gat númer þrjú.

 

Matseðillinn

Matseðillinn á fimmtudaginn var á þessa leið:

Byrjaði daginn á eggjalatte .
Fékk mér svo um hádegið egg og beikon  og ískalt vatn.
Seinna um daginn varð ég skynndilega svöng og fékk mér þá smá snarl. Avakadó, mozzarella, tómat og egg, smurt inn í feita mæjónes.
Í kvöldmat bjó Eiki svo til hamborgara án brauðs, fyrir mig með salati og sósu  sem ég svolgraði í mig eins og svangur úlfur og drakk rauðvín með.
Seinna um kvöldið (já þetta er ekkert búið) fengum við okkur svo hot wings með gráðostasósu.  Guð má vita hvað ég hef innbyrgt af kaloríum þennan dag.

Daginn eftir vöknuðum við svo í Esbjerg (af því við sofnuðum þar) og ég fékk mér drykkjarskyr í morgunnmat. Við ákváðum svo að hreyfa okkur smá og sigldum út í Fanø og eyddum deginum þar. Í hádeginu hefði náttúrulega verið tilvalið að kaupa sér bara samloku en vegna skertrar kolvetnisinntöku hjá minni keyptum við okkur bara smá nesti og tókum með okkur á ströndina. Allskonar pylsur og osta og strákarnir keyptu sér snittubrauð með.

Þegar við komum til baka úr eyjunni settum við Jóa í lest en ákváðum sjálf að vera eina nótt í viðbót og koma svo við í Billund daginn eftir. Eiki steikti kjúklingbringu, fyllta með rjómaosti og með bræddum osti yfir. Hann steikti líka peru og bræddi gráðost yfir og ég át hálfa þannig, þrátt fyrir kolvetni.  Þarna fékk ég líka rauðvín með. Seinna um kvöldið fórum við svo í langa göngu um Esbjerg, umvafin stynk af dauðum fiskum og létum það ekkert trufla okkur.

Smá sýnishorn af kaloríunum mínum.

 

 

Deila færslunni

Share to Google Plus