Í kjölfar málþings Leikmanna án landamæra þann 8. júní, boðum við til útifundar á Austurvelli sunnudaginn 9. júní kl 16:00-17:00 þar sem rædd verða málefni flóttafólks og Hauks Hilmarssonar minnst sem baráttumanns fyrir landamæralausum heimi.

 

Dagskráin á Austurvelli

  • Eva Hauksdóttir flytur stutt ávarp um helstu atriði sem fram komu á málþinginu og tengsl þeirra við málefni flóttafólks 
  • Birgitta Jónsdóttir les ljóð
  • Guðmundur Karl Karlsson flytur stutt erindi um stöðu barna á flótta
  • Jórunn Edda Helgadóttir flytur stutt erindi fyrir hönd No Borders á Íslandi
  • Steinunn Gunnlaugsdóttir minnist Hauks Hilmarssonar 

Ef veður verður skaplegt má einnig búast við tónlistarflutningi

 

Labbað með Lalla

Fyrir fundinn hyggjast fjölskylda og vinir Hauks ganga frá Hlemmi undir leiðsögn Lalla sjúkraliða og heimsækja staði sem tengjast Hauki og róttækri baráttu á Íslandi. Þótt gangan sé ekki í beinum tengslum við aðra viðburði helgarinnar er öllum vekomið að ganga með okkur. Gangan endar á Austurvelli kl 16:00

 

 

Share to Facebook