Ég ætla langt en eflaust má
um allar mínar stundir
leika djarft og leggja þá
líf og gleði undir.
Yrkja kvæði, brjóta bein,
bera ótal steina.
stika vegi, möndla mein
mæta, hlusta, skeina.

Hvort ég heldur kvelst og kvel
kvarta, hata, skamma
eða geri einatt vel
elska, lifið, djamma.
Undurfagran ávöxt ber
eða fer á geði,
legg ég samt í heimi hér
hjarta mitt að veði.

Haukur, maí 2016

Mynd: Þorkell Ágúst Óttarsson

Share to Facebook